Langþráð skilvirkni í samkeppnislöggjöf

Í íslenskum samkeppnislögum er að finna íþyngjandi ákvæði sem samkeppnislöggjöf okkar nágrannalanda geyma ekki, og stendur nú til að afleggja hluta þeirra ákvæða

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum (Mál nr. 610). Viðskiptaráð fagnaði því þegar stjórnvöld tilkynntu í stuðningi sínum við Lífskjarasamningana síðastliðið vor að samkeppnislöggjöfin yrði tekin til endurskoðunar með það að markmiði að gera hana skilvirkari og endurskoða þau atriði er tekin eru fyrir í frumvarpinu. Viðskiptaráð hefur lengi talað fyrir breytingu á samkeppnislöggjöfinni og að hún sé færð í átt til þess sem gengur og gerist í okkar nágrannalöndum og Evrópu. Í íslenskum samkeppnislögum er að finna íþyngjandi ákvæði sem samkeppnislöggjöf okkar nágrannalanda geyma ekki, og stendur nú til að afleggja hluta þeirra ákvæða. Það er framför sem mun koma til með að auka skilvirkni samkeppniseftirlits á Íslandi.

Atriði er koma fram í frumvarpinu

  • Rétt er að takmarka skipunartíma forstjóra líkt og tíðkast hjá öðrum ríkisstofnunum.
  • Það er fagnaðarefni að fallið verði frá kröfu um undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu frá ákvæðum 10. og 12. gr. laganna, sem leggja bann við ólögmætu samráði fyrirtækja og samkeppnishömlum samtaka fyrirtækja. VÍ telur þó afar mikilvægt að lagaákvæðið taki gildi eins fljótt og unnt er, og bindur vonir við að það geti verið fyrr en frumvarpið ráðgerir.
  • Rétt er að afnema heimild Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar án brots gegn ákvæðum samkeppnislaga.
  • Löngu tímabært er að uppfæra veltumörk tilkynningarskylds samruna til hækkunar líkt og lagt er til í frumvarpinu en á sama tíma er mikilvægt að taka undantekningarheimild eftirlitsins til skoðunar.
  • Einföldun á styttri samrunatilkynningum mun stuðla að frekari skilvirkni í samrunamálum
  • Gjalda þarf varhug við lengingu fresta í samrunamálum en ekki verður annað séð en að breytingin lengi fresti eftirlitsins án þess að hugað sé að raunverulegri skilvirkni í framkvæmd.
  • Lögfesting ákvæðis um skuldbindandi sáttir óháð tilkynningu um brot á samkeppnisreglum er jákvætt skref.
  • Heimild Samkeppniseftirlitsins til að bera úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála undir dómstóla ætti að fella burt eða þrengja – en VÍ telur þó skref í rétta átt að gera úrskurð áfrýjunarnefndarinnar valkvæðan.
  • Mikilvægt er að leiðbeiningarhlutverk Samkeppniseftirlitsins verði skýrt.

Tillögur til úrbóta á samkeppnislögum

  • Bæta þarf réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn samkeppnismála.
  • Samkeppniseftirlitinu ætti að vera gert skylt með lögum að setja sér og birta viðmið um það hvernig forgangsraða skuli málum og á hvaða grundvelli.
  • Breyta þarf fyrirkomulagi endurgreiddra fjármuna til fyrirtækja.
  • VÍ gagnrýnir heimild eftirlitsins til að taka samruna til skoðunar að nýju þegar ákvörðun eftirlitsins hefur verið ógild vegna formgalla á málsmeðferð.
  • Samkeppniseftirlitinu ætti að vera veitt heimild til útgáfu bindandi álita.
  • Mikilvægt er að verkefni um sameiningu stofnana sé tekið upp að nýju

Lesa umsögn í heild sinni

Þegar almennt er litið til regluverks og stofnanaumgjörðar má sjá að Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda í úttekt IMD á þessum þáttum samkeppnishæfninnar.

Tengt efni

Viðskiptaráð styður hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsfólks

Umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn, ...
8. maí 2023

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022

Nýir hagfræðingar hjá Viðskiptaráði

Elísa Arna Hilmarsdóttir og Gunnar Úlfarsson skipa nýtt hagfræðiteymi Viðskiptaráðs
17. des 2021