Samkeppni á mjólkurmarkaði

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Með frumvarpinu er lagt til að undanþágur frá samkeppnislögum er varða samráð, samruna og verðtilfærslu í mjólkuriðnaði falli brott.

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Ráðið telur engin haldbær rök fyrir því að heimila undanþágur frá samkeppnislögum þegar kemur að mjólkuriðnaði. Umræddar undanþágur ganga gegn markmiði samkeppnislaga og áhrif þeirra leyna sér ekki.
  • Vísbendingar eru um að skortur á samkeppnisaðhaldi hafi leitt til sóunar (mynd 1). Framleiðni í mjólkurframleiðslu er um 20% lægri en á öðrum Norðurlöndum og afleiðing þess er hærri framleiðslukostnaður við mjólkurframleiðslu en vera þyrfti og þar með sóun á þjóðhagslegum verðmætum.
  • Núverandi fyrirkomulagi styður við hagsmuni fámenns hóps á kostnað heildarinnar.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Tengt efni

Stjórnvöld búa ekki til samkeppni

Stjórnvöld búa ekki til samkeppni. Þau hafa aftur á móti mikil áhrif á ...
26. jún 2023

Óskynsamlegar aðgerðir ríkisstjórnar í skattamálum

Samkvæmt nýsamþykktu frumvarpi fjármálaráðherra mun skattheimta af sölu áfengis ...
29. maí 2009