Viðskiptastefna ESB - eitthvað fyrir Ísland?

Staðsetning: Grand Hótel - Hvammur kl. 08:30

Viðskiptaráð Íslands í samstarfi við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnvart Íslandi og Noregi mun standa fyrir morgunverðarfundi mánudaginn 22. október næstkomandi undir yfirskriftinni „Viðskiptastefna ESB – eitthvað fyrir Ísland?“

Framsögumenn verða Aðalsteinn Leifsson forstöðumaður MBA náms við Háskólann í Reykjavík, Grétar Már Sigurðsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og Paolo Garzotti aðstoðardeildarstjóri hjá stjórnarskrifstofu utanríkisviðskipta framkvæmdastjórnar ESB. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mun opna fundinn með stuttu erindi. Fundarstjóri verður Guðfinna S. Bjarnadóttir þingmaður og varaformaður viðskiptanefndar.

Eftir að erindum lýkur munu framsögumenn ásamt Percy Westerlund sendiherra framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi sitja fyrir svörum fundargesta.

Fundurinn verður haldinn í salnum Hvammur á Grand hótel og hefst kl. 08:30, en honum lýkur um kl. 10:00. Aðgangur er ókeypis og morgunverður í boði frá 08:15.

Tengt efni

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020

Fjölmenni á fund um viðskiptastefnu ESB

Um 60 manns sátu morgunverðarfund Viðskiptaráðs og framkvæmdastjórnar ...
23. okt 2007

Transfer pricing - ógnanir eða tækifæri

Morgunverðarfundur um milliverðlagningu fer fram þriðjudaginn 11. desember kl. ...
11. des 2007