Námskeið Incoterms 2000

Staðsetning: Grand Hotel

Landsnefnd Alþjóða viðskiptaráðsins stendur fyrir námskeiði um alþjóðlega viðskipta- og söluskilmála, Incoterms 2000, fimmtudaginn 27. mar n.k. Fyrirlesari á námskeiðinu verður Asko Räty helsti sérfræðingur Finna á þessu sviði. Námskeiðið verður haldið tvisvar, fyrir og eftir hádegi, sama dagskrá er á báðum námskeiðunum.

Námskeiðið er sérstaklega gagnlegt fyrirtækjum sem standa í inn- og útflutningi, flutningafyrirtækjum. lögfræðingum, bönkum og öllum þeim sem áhuga hafa á alþjóðaviðskiptum.

Námskeiðið fer fram á ensku.

Þátttökugjald er kr. 35.000. Félögum í Landsnefnd Alþjóðlega viðskiptaráðsins og félögum Viðskiptaráðs er veittur 20% afsláttur.

Allar nánari upplýsingar veitir Kristín S. Hjálmtýsdóttir.

Tengt efni

Fullt hús á námskeiði Viðskiptaráðs og LOGOS

Helga Melkorka Óttarsdóttir og Arnar Sveinn Harðarson fjölluðu um breytingar á ...
10. mar 2023

Námskeið um breytt regluverk

Viðskiptaráð og LOGOS standa fyrir námskeiði um breytingar á regluverki á sviði ...
28. feb 2023