Afnám á einu ári? - Önnur leið við afnám gjaldeyrishafta

Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík (Gullteigur)

Afnám gjaldeyrishafta er þjóðþrifamál og mikilvægur áfangi í vegferð til endurreisnar íslensks hagkerfis. Höft á fjármagnsflutninga hafa varað í þrjú ár og enn eru lítil merki breytinga þar á. Á fundinum verður kynnt tillaga vinnuhóps sérfræðinga úr röðum atvinnulífs og háskóla að nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Áætlunin miðar að því að losa höft á um það bil einu ári, án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkað og kostnaði við afnámið verði haldið í lágmarki.

Aðgangseyrir er 2.500 kr. með morgunverði sem hefst kl. 8.00.

Dagskrá á pdf sniði má nálgast hér

 • Ný áætlun um afnám gjaldeyrishafta: Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild HÍ
 • Álitaefni við afnám hafta: Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland og Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur
 • Rökfræði áætlunarinnar um losun gjaldeyrishafta: Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri

Fundarstjóri: Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands

Umræður og álit:

 • Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri
 • Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri efnahagsmála í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu
 • Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
 • Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur

Stjórn umræðna: Tanya Zharov, framkvæmdastj. lögfræðisviðs Auðar Capital

Í vinnuhópnum sátu:

 • Erlendur Magnússon, framkvæmdastjóri Total Capital Partners
 • Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
 • Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild HÍ
 • Lúðvík Elíasson, hagfræðingur
 • Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
 • Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland
 • Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Auðar Capital
 • Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur

Tengt efni

Skýrslur

Gjaldeyrishöftin: Ný skýrsla og afnámsáætlun

Nýverið kom út ný skýrsla Viðskiptaráðs um gjaldeyrishöftin þar sem fjallað er ...
15. des 2011
Fréttir

Fundur um gjaldeyrishöft: Afnám á einu ári?

Í gærmorgun stóðu Viðskiptaráð Íslands og Samtök iðnaðarins fyrir vel sóttum ...
16. des 2011
Fréttir

Arion banki: gjaldeyrishöft gætu varað mun lengur en rætt er um

Íslandsstofa bauð til fundar í morgun um viðskipti og fjárfestingar á tímum ...
9. jún 2011