Afnám á einu ári? - Önnur leið við afnám gjaldeyrishafta

Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík (Gullteigur)

Afnám gjaldeyrishafta er þjóðþrifamál og mikilvægur áfangi í vegferð til endurreisnar íslensks hagkerfis. Höft á fjármagnsflutninga hafa varað í þrjú ár og enn eru lítil merki breytinga þar á. Á fundinum verður kynnt tillaga vinnuhóps sérfræðinga úr röðum atvinnulífs og háskóla að nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Áætlunin miðar að því að losa höft á um það bil einu ári, án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkað og kostnaði við afnámið verði haldið í lágmarki.

Aðgangseyrir er 2.500 kr. með morgunverði sem hefst kl. 8.00.

Dagskrá á pdf sniði má nálgast hér

 • Ný áætlun um afnám gjaldeyrishafta: Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild HÍ
 • Álitaefni við afnám hafta: Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland og Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur
 • Rökfræði áætlunarinnar um losun gjaldeyrishafta: Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri

Fundarstjóri: Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands

Umræður og álit:

 • Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri
 • Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri efnahagsmála í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu
 • Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
 • Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur

Stjórn umræðna: Tanya Zharov, framkvæmdastj. lögfræðisviðs Auðar Capital

Í vinnuhópnum sátu:

 • Erlendur Magnússon, framkvæmdastjóri Total Capital Partners
 • Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
 • Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild HÍ
 • Lúðvík Elíasson, hagfræðingur
 • Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
 • Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland
 • Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Auðar Capital
 • Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur

Tengt efni

Keppni án verðlauna

Við fáum engin verðlaun fyrir að vera kaþólskari en páfinn
12. júl 2023

Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023
12. okt 2022