Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og SA

Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins verður haldinn að Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 10. janúar 2013, kl. 8.30-10.00. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00.

Skattamál skipa sífellt stærri sess í efnahagsumhverfi okkar og er mikill áhugi fyrir fundinum nú sem endranær. Mörg áhugaverð erindi koma fram á fundinum og mun nýlega skipaður fjármálaráðherra, Katrín Júlíusdóttir, setja fundinn. Dagskrána má líta hér að neðan:

  • Hagkvæm auðlindagjaldtaka - Daði Már Kristófersson, dósent við hagfræðideild Háskóla Íslands
  • Skattar eða upptaka eigna? - Garðar Valdimarsson, hrl á skatta- og lögfræðisviði Deloitte
  • Áhrif skattalagabreytinga á verðbréfafyrirtæki - Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Auðar Capital
  • Áhrif tryggingagjalds á minni fyrirtæki - Sigurjón M. Egilsson, blaðamaður og útgefandi
  • Helstu skattabreytingar og fundarstjórn: Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte

Skráning er á netfanginu skraning@deloitte.is og í síma 580-3000. Fundarsalur er Gullteigur, Grand Hótel Reykjavík. Boðið er upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00, aðgangseyrir kr. 3.900.

Tengt efni

Tölum um tilnefningarnefndir

Opinn morgunfundur IcelandSIF, Nasdaq Iceland, Samtaka atvinnulífsins og ...
21. mar 2023

Hitam(ál) – Hvað er málið með álið?

Hugmyndir um takmörkun á stóriðju hér á landi annars vegar og samdrátt í losun á ...
3. apr 2023

Miðasala á alþjóðadag viðskiptalífsins

Millilandaráðin standa fyrir alþjóðadegi viðskiptalífsins 9. nóvember
1. nóv 2022