AMÍS: Fundur um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið og Háskólinn í Reykjavík bjóða til fundar um stöðuna í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Á fundinum gefst einstakt tækifæri til að hlýða á einn helsta álitsgjafa bandarískra fjölmiðla, stjórnmálaskýrandann Nicco Mele.

Nicco Mele er virtur fyrirlesari og álitsgjafi í Bandaríkjunum, sprotafjárfestir og frumkvöðull. Hann er fyrrverandi prófessor við Harvard Kennedy School of Government og einn af æðstu stjórnendum fjölmiðlasamsteypunnar Los Angeles Times. Hann hefur m.a. rannsakað áhrif internetsins á samfélags- og stjórnmálaþróun í Bandaríkjunum. Nicco er í hópi þeirra álitsgjafa sem stærstu fjölmiðlar Bandaríkjanna leita til á Super Tuesday þann 1. mars nk.

Hvað er Super Tuesday?
Talað er um Super Tuesday þegar á annan tug fylkja Bandaríkjanna halda forkosningar á þriðjudegi. Í ár ber daginn upp á þriðjudaginn 1. mars. Þá skýrast ofter en ekki línur um hver verði sigurstranglegasti frambjóðandinn í forkosningunum.

Praktískar upplýsingar
Hvar: Háskólanum í Reykjavík
Hvenær: Föstudaginn 26. febrúar kl. 12.00-13.30
Aðgangur: Ókeypis
Tungumál: Enska
Fundarstjórn: Margrét Sanders, Deloitte

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Miðasala hafin á Skattadaginn 2023

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og SA fer fram miðvikudaginn 11. janúar ...
4. jan 2023

Skattadagurinn 2022

Hinn árlegi Skattadagur Viðskiptaráðs, Deloitte og Samtaka atvinnulífsins verður ...
7. jan 2022