Þróun sem verður að snúa við

Frá bankahruni 2008 hafa erfiðir tímar farið í hönd í íslensku efnahagslífi. Viðskiptaráð hefur, eins og margir aðrir, bent á hættu á varanlegum fólks- og fjármagnsflótta í kjölfar kreppunnar. Hvoru tveggja hefði óhjákvæmilega verulega neikvæðar afleiðingar fyrir þjóðarbúið og myndi veikja samkeppnishæfni hagkerfisins til lengri tíma.

Gjaldeyrishöftin sem nú eru við líði koma að einhverju leyti í veg fyrir fjármagnsflótta, en tilvist þeirra er auðvitað staðfesting þess að sú hætta er raunveruleg. Sambærileg höft verða hinsvegar ekki sett á fólk og því miður hafa nú komið fram allt of margar vísbendingar um að fólksflótti frá Íslandi sé að verða raunverulegt vandamál. Stærsta hættan er sú að ungt fólk með góða menntun eða gagnlega reynslu flytji úr landi, en það sem stuðlar að slíkum flótta eru langvinn efnahagslægð, rýrnandi kaupmáttur og lífsskilyrði, aukið skattaharðræði og hömlur á athafnafrelsi og einkaframtaki.

Búferlaflutningar stjórnenda
Á undanförnum vikum og mánuðum hafa fréttir sem benda til þessara óheillaþróunar orðið tíðari. Nýjasta dæmið um þessa þróun mátti finna í umfjöllun Fréttatímans á föstudag þar sem fjallað er um búferlaflutninga stjórnenda frá landinu. Í fréttinni kemur m.a. fram að stjórnendum íslenskra fyrirtækja, sem búsettir eru erlendis, hafi fjölgað um 58% á síðastliðnu ári. Fréttir sem þessar eru ekkert einsdæmi og hér að neðan má finna fleiri umfjallanir um þá varhugaverðu þróun að fólk og fyrirtæki séu mögulega að fara af landi brott.

Viðvörunarljós fyrir stjórnvöld
Þessar fréttir má líta á sem viðvörunarljós sem stjórnvöld og atvinnulíf þurfa að taka alvarlega og huga að leiðum til að stemma stigu við því að vandinn ágerist. Í því sambandi er nauðsynlegt að gæta að skattalegu umhverfi einstaklinga og fyrirtækja og þeim tækifærum sem Íslendingum bjóðast til að sjá sér og sínum farborða til skemmri og lengri tíma. Viðvörunarljósin ber því að hafa sérstaklega í huga við umræðu og afgreiðslu fjárlaga fyrir 2011, þar sem stefnt er að enn frekari skattahækkunum sem ekkert svigrúm er fyrir.

Umfjöllun um tengd mál í fjölmiðlum:

Tengt efni

Hvað eiga Ísland, Mósambík og Kongó sameiginlegt?

Þá séu svo einfaldir útreikningar fremur til þess fallnir að kasta ryki í augun ...
12. apr 2023

Reiðir pennar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í skattahagfræði, segir Viðskiptaráð fara ...
15. sep 2022

Hálendisþjóðgarður þarfnast betri undirbúnings

Viðskiptaráð getur ekki stutt Hálendisþjóðagarð í óbreyttri mynd og leggur til ...
3. feb 2021