Skil ársreikninga mun betri

Viðskiptaráð hefur síðustu ár hvatt fyrirtæki til að skila inn ársreikningum innan lögbundinna tímamarka, en talsverð vanhöld hafa verið á því í gegnum tíðina. Ástæður fyrir þessari áherslu ráðsins eru margvíslegar en þar skiptir vafalaust mestu að slök skil á grundvallar rekstrarupplýsingum hafa dregið úr tiltrú á íslenskt atvinnulíf, bæði hérlendis en ekki síst erlendis. Ákvarðanir alþjóðlegra greiðslufallstryggingafélaga árið 2009 um að hætta tryggja greiðslur íslenskra fyrirtækja er ein birtingarmynd þessa vantrausts. Bætt upplýsingagjöf fyrirtækja og aukið gagnsæi eru atvinnulífinu því einkar mikilvæg.

Tæp 20 þúsund félög búin að skila ársreikningi
Samkvæmt tölum Creditinfo þá höfðu um 19.913 fyrirtæki eða um 60,5% skilaskyldra fyrirtækja skilað ársreikningi sínum fyrir árið 2010 þann 10. nóvember síðastliðinn. Á sama tíma í fyrra höfðu 16.812 félög skilað ársreikningi fyrir árið 2009 eða 51,6% skilaskyldra fyrirtækja. Skilaskyld fyrirtæki bæði árin voru skráð um 32 þúsund.

„Þetta sýnir að töluverður árangur hefur náðst undanfarin ár og eiga fjölmargir aðilar þátt í því, ekki síst stjórnendur fyrirtækja sem almennt skila nú rekstrarupplýsingum á tilsettum tíma. Í þessu samhengi er rétt að hafa í huga að þrátt fyrir að um 12 þúsund félög eigi enn eftir að skila ársreikningi er ástæða til að velta því upp hvort fjöldi skilaskyldra fyrirtækja sé í samræmi við þann fjölda fyrirtækja sem raunverulega eru í starfsemi. Allar líkur eru því á að heildarskil ársreikninga starfandi fyrirtækja séu því talsvert betri en tölurnar gefa til kynna.“ segir Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

Tengt efni:

Tengt efni

Samkeppnishæfni Íslands stendur í stað

Niðurstöður úttektar IMD háskóla á samkeppnishæfni ríkja voru kynntar á fundi ...
20. jún 2023

Tölur í tóma­rúmi og tíma­bundni banka­skatturinn

Skýrasta tækifærið til að bæta kjör landsmanna er að lækka bankaskattinn enn ...
16. maí 2023

Gríðarleg útgjaldaaukning aðeins gengið að hluta til baka

Umsögn Viðskiptaráðs um fjármálaáætlun 2024 - 2028
19. apr 2023