Viðskiptaþing 2012 - 15. febrúar

Skráning á Viðskiptaþing 2012Miðvikudaginn 15. febrúar næstkomandi verður haldið árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands undir yfirskriftinni „Hvers virði er atvinnulíf?“. Þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica. Húsið opnar kl. 13:30 og stendur þingið til kl. 16.20, en þá hefst móttaka.

Öflugt og framsækið atvinnulíf, þar sem verðmætasköpun er í forgrunni, er undirstaða góðra lífskjara á Íslandi. Á þinginu verður fjallað um þetta samhengi og gangverk hagkerfisins, framlag atvinnugreina til hagvaxtar og bættra lífskjara og þann virðisauka sem atvinnulífið skapar samfélaginu í heild. Einnig verður fjallað um mikilvægi framtíðarsýnar og mótunar stefnu til lengri tíma.

Að venju mun formaður Viðskiptaráðs ávarpa þingið. Meðal annarra sem taka til máls eru: Jón Sigurðsson forstjóri Össurar, Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair, Hugrún Árnadóttir framkvæmdastjóri Kron, Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja, Katrín Pétursdóttur forstjóri Lýsis, Gestur G. Gestsson forstjóri Advania auk Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

Dagskrá Viðskiptaþings 2012:

13:30   Húsið opnar
13:45   Setning
13:50   Ræða formanns VÍ - Tómas Már Sigurðsson
14:05   Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar
14:25   Útnefning heiðursfélaga - Katrín Pétursdóttir
14:35   Kaffihlé
15:00   Afhending námsstyrkja - Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
15:10   Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania
15:25   Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair
15:40   Hugrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Kron
15.55   Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja
16:10   Hagvaxtaráætlun og framtíðarsýn
16:20   Virðisauki - Tónlist, spjall og léttar veitingar

Láttu þig ekki vanta á Viðskiptaþing 15. febrúar 2012! - Skráning fer fram hér

Tengt efni

Erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávarútvegi

Verslunarráð Íslands í samvinnu við Kauphöll Íslands stendur fyrir ...
20. okt 2004

Annual Business Forum 2011

On February 16th the Iceland Chamber of Commerce will host its annual Business ...
16. feb 2011

Spánskur viðskiptadagur

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið efnir til málþings um viðskipti milli Spánar og ...
28. jún 2011