Viðskiptaþing 2012: Námsstyrkir Viðskiptaráðs afhentir

Á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs, sem fer nú fram á Reykjavík Hilton Nordica, afhenti Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, námsstyrki Viðskiptaráðs. Af því tilefni sagði Katrín fulla ástæðu til bjartsýni á Íslandi og að það væri einkenni Íslendinga að takast á við vanda af bjartsýni. Að hennar mati væri líka gaman að sjá raunverulegan áhuga atvinnulífsins á að efla skólakerfið.

2012.2.15 - styrkir

Síðustu 95 ár, eða frá stofnun Viðskiptaráðs Íslands, hefur ráðið stutt við og tekið þátt í uppbyggingu menntunar á Íslandi. Lítur Viðskiptaráð raunar svo á að stuðningur þess við menntun sé mikilvægasta framlag ráðsins til atvinnulífs, en um leið til samfélagsins í heild. Hluti af þeim stuðningi er árleg veiting námsstyrkja úr námssjóðum ráðsins á Viðskiptaþingi, sem löng hefð er fyrir. Félagar Viðskiptaráðs í upplýsingatæknigeira veita einnig námsstyrki úr sérstökum námssjóði ráðsins um upplýsingatækni. Styrkirnir eru veittir námsmönnum í framhaldsnámi erlendis á háskólastigi í greinum sem tengjast atvinnulífinu. Síðarnefndu styrkirnir eru sérstaklega ætlaðir námsmönnum á sviði upplýsingatækni. Styrkirnir voru fjórir að þessu sinni og var hver þeirra að fjárhæð kr. 400.000.-.

Hátt á fjórða tug umsókna bárust þetta árið og hefðu margir umsækjendur verið vel að þessum styrkjum komnir. Það varð þó niðurstaðan að styrkina hljóta í ár þau:

  • Arna Varðardóttir, doktorsnemi í hagfræði við Stocholm School of Economics
  • Frosti Ólafsson, nemi í MBA námi við London Buisness School
  • Guðjón I. Ágústsson, mastersnemi í upplýsingatækni og viðskiptum við the IT University of Copenhagen
  • Hörður Kristinn Heiðarsson, doktorsnemi í vélmennafræðum við University of Southern California

Guðjón og Hörður hlutu styrkinn sem kenndur er við upplýsingatækni.

Viðskiptaráð óskar þeim öllum til hamingju með styrkina og áframhaldandi velfarnaðar í námi og lífi.

Tengt efni

Bless 2020

Það má sem sagt segja ýmislegt um þetta ár. Kannski var það öðru fremur ár ...
7. jan 2021

Námsstyrkir Menntasjóðs Viðskiptaráðs 2020

Styrkþegar í ár eru þau Árni Freyr Gunnarsson, Bjarni Kristinsson, Bjarni ...
13. feb 2020

Skuldavandinn – sýn Seðlabankans

Málstofa var haldin þriðjudaginn síðastliðinn hjá SÍ um endurskipulagningu ...
18. sep 2009