Stofnfundur Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins

Tilkynning  frá undirbúningshópi

Ákveðið hefur verið að endurvekja starfsemi Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins (AMÍS) með það að markmiði að styrkja samskipti Íslands og Bandaríkjanna á sviði viðskipta, verslunar, menningar- og menntamála. Mikill áhugi er á að ráðið taki til starfa á ný til að stuðla að bættum samskiptum og til að greiða fyrir viðskiptum og  efla samvinnu fyrirtækja í löndunum tveimur. Stofnfundur verður haldinn fimmtudaginn 10. maí, kl. 8:00 - 9:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Þegar hafa 60 fyrirtæki skráð sig í ráðið.
   
Stefnan er að AMÍS haldi uppi öflugu hagsmunastarfi og vinni skipulega að því að efla gagnkvæm samskipti milli Íslands og Bandaríkjanna. Á stofnfundinum verður kjörin stjórn og formaður ráðsins. Meðal þeirra sem ávarpa fundargesti að lokinni stofnun verða Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, Luis E. Arrega, sendiherra Bandaríkjanna, Michael B. Hancock, borgarstjóri í Denver í Colorado ásamt nýkjörnum formanni AMÍS.

Í framhaldi af stofnfundinum verður efnt til hringborðsumræðna á vegum sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi, þar sem fjallað verður um viðskiptatækifæri í Denver og Colorado og þá möguleika sem íslensk fyrirtæki hafa á því svæði.

Frekari upplýsingar veitir Kristín S. Hjálmtýsdóttir.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2016 (Uppselt)

Viðskiptaþing 2016 verður haldið þann 11. febrúar næstkomandi. Yfirskrift ...
11. feb 2016

Stofnfundur Samtaka sjálfstæðra skóla

Mikil þörf er á aukinni samvinnu sjálfstæðra skóla; leik- og grunnskóla sem ...
10. mar 2005

Í fótspor Leifs Eiríkssonar - landvinningar í viðskiptum

Amerísk-íslenska viðskiptaráðið býður til morgunverðarfundar þann 9. október ...
9. okt 2012