Viðskiptaþing 2013: Hugmyndahandbók um aukna framleiðni

Á árlegu Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs sem fram fer 13. febrúar næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica verða kynntar í formi Hugmyndahandbókar fjölmargar tillögur sem ætlaðar eru til að ýta undir framleiðni í hagkerfinu. Til hliðsjónar eru meginskilaboðin í skýrslu McKinsey & Company frá því á síðasta ári, en tillögurnar varða innlenda þjónustu, auðlindatengda starfsemi og alþjóðlega geirann.

Í skýrslunni er m.a. komið inn á samkeppnisumhverfi innlendrar þjónustu, hvernig megi skila auknum virðisauka í ferðaþjónustu ásamt því að efla fjárfestingarumhverfi hér á landi til að ýta undir alþjóðlega starfsemi. Tillögurnar voru unnar í lok síðasta árs með þremur vinnuhópum sem í sátu fulltrúar fyrirtækja vítt og breytt úr atvinnulífinu auk fræðimanna.

Stillum saman strengi: hagkvæmni til heilla
Fyrrum forsætisráðherra Finnlands, Esko Aho, verður aðalræðumaður á þinginu. Esko var forsætisráðherra Finnlands frá 1991 til 1995 og átti því beinan þátt í því að leiða landið í gegnum Norðurlandakrísuna. Esko hefur áratuga langa reynslu af stjórnunarstörfum og starfar nú sem  stjórnunarráðgjafi hjá Nokia þar sem hann vinnur m.a. að alþjóðlegri stefnu fyrirtækisins ásamt málum er varða samfélagslega ábyrgð og sjálfbæra þróun.

Þá er hann einnig fræðimaður (e. senior fellow) hjá Kennedy School of Government í Harvard þar sem hann stundar m.a. rannsóknir á hlutverki ríkisins í að viðhalda velferð og alþjóðlegri samkeppnishæfni. Í erindi sínu á þinginu mun Esko ræða þá þætti sem mikilvægir eru fyrir vöxt hagkerfa og þar með lífskjara. Esko þekkir vel til mála í alþjóðlegu efnahagslífi og verður því áhugavert að fá sýn hans á tækifæri Íslands næstu árin.

Skráning á Viðskiptaþing fer fram hér - Nánari upplýsingar um dagskrá

Tengt efni

Sóknarfæri á tímum sjálfvirknivæðingar

Aukinni sjálfvirknivæðingu fylgja áskoranir en um leið ýmis tækifæri
6. apr 2022

Lögð verði áhersla á að liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar ...
2. mar 2022

Allir tapa og enginn vinnur

Árlegur Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun í beinni útsendingu ...
18. nóv 2021