Viðamiklar breytingar á gjaldeyrislögum

Síðastliðin laugardag var frumvarp samþykkt á Alþingi um breytingu á lögum um gjaldeyrismál. Helsta breyting frumvarpsins er sú að sólarlagsákvæði laganna um afnám haftanna í árslok 2013 var fellt brott og höftin eru því orðin ótímabundin. Þá felst í frumvarpinu viðameiri aðkoma stjórnvalda í formi samráðs við Seðlabankann áður en undanþágur eru veittar í tengslum við þrotabú gömlu bankanna. Fjallað var m.a. um breytingarnar í morgunkorni Greiningadeildar Íslandsbanka núna í vikunni.

Þá liggur annað frumvarp fyrir Alþingi sem felur m.a. í sér að erlendir krónueigendur geta ekki lengur fjárfest í fjármálagerningum, svo sem skuldabréfum í innlendum gjaldeyri, sem Seðlabanki Íslands metur veðhæf til tryggingar í endurhverfum viðskiptum. Með því er verið að takmarka verulega fjárfestingarkosti erlendra krónueigenda, sem hafa hingað til verið fyrirferðamiklir á íslenskum skuldabréfamarkaði. Það er því ekki að undra að frumvarpið hafi stuðað markaðinn í vikunni sem er að líða þegar krafa ríkisbréfa rauk upp. Um þetta var m.a. fjallað í markaðspunktum Greiningadeildar Arion banka.

Önnur atriði frumvarpsins eru m.a:

  • Hækkun framfærsluheimilda
  • Rýmkun endurfjárfestingarheimilda
  • Frekari heimildir til gjaldeyrisviðskipta í tengslum við atvinnustarfsemi
  • Rýmkun á heimildum til erlendra lántöku
  • Rýmkun á almennri heimild Seðlabankans til upplýsingaöflunar
  • Veruleg hækkun fjárhæðarmarka stjórnvaldssekta

Mynd: Seðlabanki Japans

Tengt efni

Hagkvæmari leikreglur til bættra lífskjara

Regluverk leggst þyngst á smærri fyrirtæki, þar sem þau hafa síður bolmagn til ...
7. jan 2021

Fyllt upp í fjárlagagatið

Ef ríkisfjármálin voru á ystu nöf við fjárlagafrumvarpið má velta því upp hvort ...
17. des 2020

Það þarf ekki borg til að reka malbiksstöð

Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands skora á Reykjavíkurborg að nýta ...
30. apr 2021