Viðamiklar breytingar á gjaldeyrislögum

Síðastliðin laugardag var frumvarp samþykkt á Alþingi um breytingu á lögum um gjaldeyrismál. Helsta breyting frumvarpsins er sú að sólarlagsákvæði laganna um afnám haftanna í árslok 2013 var fellt brott og höftin eru því orðin ótímabundin. Þá felst í frumvarpinu viðameiri aðkoma stjórnvalda í formi samráðs við Seðlabankann áður en undanþágur eru veittar í tengslum við þrotabú gömlu bankanna. Fjallað var m.a. um breytingarnar í morgunkorni Greiningadeildar Íslandsbanka núna í vikunni.

Þá liggur annað frumvarp fyrir Alþingi sem felur m.a. í sér að erlendir krónueigendur geta ekki lengur fjárfest í fjármálagerningum, svo sem skuldabréfum í innlendum gjaldeyri, sem Seðlabanki Íslands metur veðhæf til tryggingar í endurhverfum viðskiptum. Með því er verið að takmarka verulega fjárfestingarkosti erlendra krónueigenda, sem hafa hingað til verið fyrirferðamiklir á íslenskum skuldabréfamarkaði. Það er því ekki að undra að frumvarpið hafi stuðað markaðinn í vikunni sem er að líða þegar krafa ríkisbréfa rauk upp. Um þetta var m.a. fjallað í markaðspunktum Greiningadeildar Arion banka.

Önnur atriði frumvarpsins eru m.a:

  • Hækkun framfærsluheimilda
  • Rýmkun endurfjárfestingarheimilda
  • Frekari heimildir til gjaldeyrisviðskipta í tengslum við atvinnustarfsemi
  • Rýmkun á heimildum til erlendra lántöku
  • Rýmkun á almennri heimild Seðlabankans til upplýsingaöflunar
  • Veruleg hækkun fjárhæðarmarka stjórnvaldssekta

Mynd: Seðlabanki Japans

Tengt efni

Fréttir

Viðamiklar breytingar á gjaldeyrislögum

Síðastliðin laugardag var frumvarp samþykkt á Alþingi um breytingu á lögum um ...
15. mar 2013
Viðburðir

Er krónan að laumast út bakdyramegin?

Viðskiptaráð stendur fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni „„Er krónan að ...
3. okt 2006
Umsagnir

Einföldun regluverks enn ábótavant í frumvarpi um gististaði

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um ...
17. feb 2016