Af kynjakvótum og ársreikningum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefur lagt fram frumvap um breytingar á hlutafélagalögum. Upphaflega stóð til að löggjöfin útfærði frekar kynjakvótana sem taka gildi í september næstkomandi, sem virðist ekki hafa náð fram að ganga. Þess í stað eru ákveðnar breytingar lagðar fram til að bæta ársreikningaskil og um hækkun á lágmarkshlutafé.

Viðskiptaráð átti sæti í starfshópnum sem lagasetningin byggir að hluta á, ásamt fulltrúum ASÍ, Fjármálaeftirlitsins, fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra, Hagstofu Íslands, Sérstaks saksóknara auk fulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ráðið lagðist þar gegn hækkun lágmarkshlutafjár og benti máli sínu til stuðnings á að greitt aðgengi að stofnun fyrirtæki væri hluti af samkeppnishæfni landsins. Þá sýnir úttekt Alþjóðabankans, Doing business, að lágmarkið er ekki óvenju lágt í alþjóðlegum samanburði.

Tengt efni:

Tengt efni

Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt og lögum um kílómetragjald

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um frumvarpið og telur fyrirhugaðar ...

Jöfnunarsjóður atvinnulífsins?

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar um ...
21. feb 2024

Allt í botn og engar bremsur hjá sveitarfélögunum?

Um árabil hefur rekstur sveitarfélaga á Íslandi verið ósjálfbær og í aðdraganda ...
6. maí 2022