Af kynjakvótum og ársreikningum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra hefur lagt fram frumvap um breytingar á hlutafélagalögum. Upphaflega stóð til að löggjöfin útfærði frekar kynjakvótana sem taka gildi í september næstkomandi, sem virðist ekki hafa náð fram að ganga. Þess í stað eru ákveðnar breytingar lagðar fram til að bæta ársreikningaskil og um hækkun á lágmarkshlutafé.

Viðskiptaráð átti sæti í starfshópnum sem lagasetningin byggir að hluta á, ásamt fulltrúum ASÍ, Fjármálaeftirlitsins, fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra, Hagstofu Íslands, Sérstaks saksóknara auk fulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ráðið lagðist þar gegn hækkun lágmarkshlutafjár og benti máli sínu til stuðnings á að greitt aðgengi að stofnun fyrirtæki væri hluti af samkeppnishæfni landsins. Þá sýnir úttekt Alþjóðabankans, Doing business, að lágmarkið er ekki óvenju lágt í alþjóðlegum samanburði.

Tengt efni:

Tengt efni

Flugeldasýningar endast stutt

Stundum er sagt að kjósendur fái þá stjórn sem þeir eiga skilið. Á móti má segja ...
24. sep 2021

Hagkvæmari leikreglur til bættra lífskjara

Regluverk leggst þyngst á smærri fyrirtæki, þar sem þau hafa síður bolmagn til ...
7. jan 2021

Hver er þín vinnuvitund?

Viðskiptaráð kynnir nýjan spurningaleik um vinnutíma, kaupmátt og annað sem snýr ...
27. apr 2021