Breytt ferli upprunavottorða

Fyrir skömmu gaf Viðskiptaráð út drög að leiðbeiningum fyrir breytt ferli við útgáfu upprunavottorða í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaviðskiptaráðsins. Í þeim felast m.a. auknar kröfur um að viðkomandi fyrirtæki sanni uppruna vörunnar ásamt aukinni formfestu.

Drögin voru send öllum helstu notendum upprunavottorða til athugunar og miðað var við að nýtt ferli tæki gildi síðastliðin áramót. Því var hins vegar frestað meðan unnið væri úr athugsemdum frá fyrirtækjum. Enn er þó unnið að því að færa ferlið að öllu leyti í rafrænt form með auknu hagræði og tímasparnaði fyrir fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að verðskrá fyrir útgáfu upprunavottorða taki breytingum í kjölfarið.

Allar frekari upplýsingar um leiðbeiningarnar veita Haraldur I. Birgisson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Hulda Sigurjónsdóttir.

Tengt efni

Ríkið herðir hnútinn á leigumarkaði

Frumvarp um breytingar á húsaleigulögum er enn einn rembihnúturinná leigumarkaðinn
31. ágú 2023

Stjórnvöld búa ekki til samkeppni

Stjórnvöld búa ekki til samkeppni. Þau hafa aftur á móti mikil áhrif á ...
26. jún 2023

Hvar er vondi kallinn?

Eru fyrirtæki vond? Græðir einhver á því að fyrirtæki hagnist? Hvað gera ...
14. jún 2022