Breytt ferli upprunavottorða

Fyrir skömmu gaf Viðskiptaráð út drög að leiðbeiningum fyrir breytt ferli við útgáfu upprunavottorða í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaviðskiptaráðsins. Í þeim felast m.a. auknar kröfur um að viðkomandi fyrirtæki sanni uppruna vörunnar ásamt aukinni formfestu.

Drögin voru send öllum helstu notendum upprunavottorða til athugunar og miðað var við að nýtt ferli tæki gildi síðastliðin áramót. Því var hins vegar frestað meðan unnið væri úr athugsemdum frá fyrirtækjum. Enn er þó unnið að því að færa ferlið að öllu leyti í rafrænt form með auknu hagræði og tímasparnaði fyrir fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að verðskrá fyrir útgáfu upprunavottorða taki breytingum í kjölfarið.

Allar frekari upplýsingar um leiðbeiningarnar veita Haraldur I. Birgisson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og Hulda Sigurjónsdóttir.

Tengt efni

Greinar

Kófið kæfir sprotana nema í taumana sé tekið

„Fyrirliggjandi aðgerðir stjórnvalda munu að óbreyttu ekki nýtast ...
20. apr 2020
Fréttir

Nýr heiðursfélagi

Á aðalfundi Viðskiptaráðs 13. febrúar var Einar Sveinsson útnefndur ...
20. feb 2020
Fréttir

Virk samkeppni grundvöllur endurreisnar

Opinber umræða um málefni Sementsverksmiðjunnar á Akranesi og Aalborg Portland ...
27. ágú 2009