Aukin upplýsingagjöf um ríkisfjármál

Nýverið opnaði vefurinn gogn.island.is þar sem unnt er að nálgast upplýsingar úr bókhaldi ríkisins. Gögnin sem um ræðir eru árshluta- og mánaðaruppgjör ríkissjóðs frá Fjársýslu ríkisins. Samkvæmt skýrslu starfshóps er lagt til að auka enn frekar á veittar upplýsingar. Nefndi hópurinn þar sem dæmi:

  • frekara niðurbrot á rekstrartölum ráðuneyta
  • frávik gjalda frá fjárheimildum flokkað eftir ráðuneytum og stofnunum
  • fjárheimildir ráðuneyta og stofnana
  • rekstrar- og efnahagsreikninga ráðuneyta og stofnana 

Rétt er að fagna þessu skrefi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í átt að auknu gagnsæi enda hefur á tímum skort verulega á upplýsingagjöf um fjármál hins opinbera sem hefur byrgt aðilum sýn á þróun og horfur í ríkisfjármálum. Aukin upplýsingagjöf af þessu tagi er í takt við tillögur Hugmyndahandbókar Viðskiptaráðs um umfangsmeiri söfnun og birtingu hagtalna.

Tengt efni

Hvar er best að búa?

Viðskiptaráð hefur uppfært gagnvirka reiknivél sína á vefnum Hvar er best að búa ...
6. maí 2022

Stígum skrefið til fulls - öllum til hagsbóta

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur (mál nr. 470)
2. jún 2022

Hvert fer álið og hvaðan koma ávextirnir?

Greining á viðskiptum okkar við helstu viðskiptalönd – augljósar vísbendingar um ...
8. des 2021