Aukin upplýsingagjöf um ríkisfjármál

Nýverið opnaði vefurinn gogn.island.is þar sem unnt er að nálgast upplýsingar úr bókhaldi ríkisins. Gögnin sem um ræðir eru árshluta- og mánaðaruppgjör ríkissjóðs frá Fjársýslu ríkisins. Samkvæmt skýrslu starfshóps er lagt til að auka enn frekar á veittar upplýsingar. Nefndi hópurinn þar sem dæmi:

  • frekara niðurbrot á rekstrartölum ráðuneyta
  • frávik gjalda frá fjárheimildum flokkað eftir ráðuneytum og stofnunum
  • fjárheimildir ráðuneyta og stofnana
  • rekstrar- og efnahagsreikninga ráðuneyta og stofnana 

Rétt er að fagna þessu skrefi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í átt að auknu gagnsæi enda hefur á tímum skort verulega á upplýsingagjöf um fjármál hins opinbera sem hefur byrgt aðilum sýn á þróun og horfur í ríkisfjármálum. Aukin upplýsingagjöf af þessu tagi er í takt við tillögur Hugmyndahandbókar Viðskiptaráðs um umfangsmeiri söfnun og birtingu hagtalna.

Tengt efni

At­vinnu­rekstur er allra hagur

„Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að til séu þeir sem bæði geta stofnað ...
23. feb 2024

Kröfur sem hindra samkeppni á leigubifreiðamarkaði

Umsögn Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um drög að reglugerð um ...
22. mar 2023

Hversu oft má fara með rangt mál?

Sökum stærðfræðilegs ómöguleika getur krafan um að laun fylgi dæmigerðum ...
25. jan 2023