Ný reglugerð gerðardóms Viðskiptaráðs

Á vegum Viðskiptaráðs er starfandi gerðardómur (GVÍ). Gerðardómurinn var formlega stofnaður 14. janúar 1921 að erlendri fyrirmynd og er honum ætlað að veita fyrirtækjum skjóta úrlausn sinna ágreiningsmála. Trúnaðar er gætt um meðferð gerðarmála og úrskurði gerðardómsins, en þeir eru endanlegir og bindandi fyrir málsaðila. Þá eru úrskurðirnir jafnframt aðfararhæfir í yfir 144 löndum.

Síðustu vikur og mánuði hefur verið unnið að nýrri reglugerð fyrir GVÍ, en um málsmeðferð gerðarmála fer samkvæmt ákvæðum hennar. Ör þróun hefur orðið á þessu sviði síðustu ár og segja má að núgildandi reglugerð GVÍ skorti ákveðna þætti sem einkenna reglugerðir helstu gerðardómsstofnana erlendis. Í nýjum drögum að reglugerð GVÍ hafa þessir þættir verið færðir til betri vegar. Með gildistöku hennar, sem er áætluð fljótlega, verður þar með málsmeðferð og úrlausn GVÍ sambærileg því sem gerist erlendis.

Íslensk fyrirtæki ættu því að sjá aukinn hag í gerðarmeðferð fyrir GVÍ. Að auki ætti virk nýting gerðarmeðferðar innan atvinnulífsins að geta létt á viðamiklu álagi á almennum dómstólum. Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Harald I. Birgisson, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Tengt efni:

Tengt efni

Réttarbót og staðfesting á túlkun EFTA dómstólsins

Að mati samtakanna er veruleg hætta á því að málsmeðferðartími stjórnvalda ...
31. jan 2021

Langþráð skilvirkni í samkeppnislöggjöf

Í íslenskum samkeppnislögum er að finna íþyngjandi ákvæði sem samkeppnislöggjöf ...
6. maí 2020

Skýrari og fyrirsjáanlegri meðferð skattamála

Samtök atvinnulífsins, Samtök Iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands hafa tekið til ...
23. nóv 2020