Viðskiptaráð leitar að sérfræðingi í samskipta- og upplýsingamálum

Viðskiptaráð Íslands leitar að sérfræðingi í samskipta- og upplýsingamálum. Starfið krefst frumkvæðis og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Við bjóðum upp á lifandi vinnustað ásamt ríku tækifæri til að móta eigin starfsumhverfi og verklag.

Helstu verkefni:

 • Umsjón með upplýsingamiðlun ráðsins, s.s. innri og ytri samskiptum, vefsíðu og útgáfumálum
 • Skipulagningu viðburða á vegum ráðsins
 • Umsjón með hönnun og umbroti
 • Aðstoð við framsetningu og vinnslu á rituðu efni og kynningum
 • Aðstoð við greiningarvinnu tengda efnahagsmálum og rekstrarumhverfi fyrirtækja
 • Önnur tilfallandi dagleg skrifstofustörf

 Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun við hæfi
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
 • Reynsla í samskiptum og upplýsingamiðlun
 • Reynsla af hönnun, umbroti og upplýsingatækni er mikill kostur (InDesign, Photoshop, Powerpoint, Prezi, Excel o.fl.)
 • Þekking á fjölmiðlaumhverfi og samskiptamiðlum

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á hulda@vi.is fyrir 30. júní 2013. Nánari upplýsingar veitir Haraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í síma 510-7100.

Serfraedingur 

Tengt efni

Viðskiptaráð leitar að sérfræðingi í samskiptum og miðlun

Viðskiptaráð Íslands leitar að sérfræðingi í samskiptum og miðlun. Starfið ...
2. jún 2020

Að spá fyrir um það sem hefur aldrei gerst

Sé kíkt undir húddið sést að atvinnuleysi er sá þáttur sem ræður einna mestu um ...
13. maí 2020