20 helstu viðskiptafrömuðir Norðurlandanna

Nordic Thinkers 

Í nýjustu útgáfu blaðsins Nordic Business Report var birtur listi yfir 20 helstu viðskiptafrömuði Norðurlandanna (e. Nordic Business Thinkers). Að valinu kom dómnefnd sem samanstóð af 6 hópum með fulltrúum frá Microsoft, viðskiptaráðum á Norðurlöndunum, PwC, Junior Achievement – Young Enterprise, TBWA\Nordic og Fujitsu.

Svíinn Daniel Ek trónir á toppi listans, en hann er einn af stofnendum tónlistarveitunnar Spotify. Niklas Zennström er annar á listanum, einn af stofnendum Skype og stofnandi Kazaa. Finninn Björn Wahlroos, stjórnarformaður Sampo Group, Nordea og UPM, er þriðji á listanum. Ísland á sinn fulltrúa, en forstjóri Össurar, Jón Sigurðsson, er í 16. sæti listans. Jón var valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi árið 2008 og hefur verið virkur í umræðu m.a. um alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi og mikilvægi stöðugleika og trúverðugrar peningamálastefnu með alþjóðlegan gjaldmiðil.

Athygli vekur að einungis tvær konur eru á listanum. Danski frumkvöðullinn Soulaima Gourani er í 15. sæti listans Norðmaðurinn Silje Vallestad, stofnandi Bipper, er í 19. sæti. Valnefnd viðskiptaráðanna (e. Chamber of Commerce) hagaði vali sínu á þann veg að kynjahlutfallið var í kringum 60% karlmenn og 40% konur og því öllu jafnara en kynjahlutfall endanlega listans. Vilborg Einarsdóttir, stofnandi og forstjóri infoMentor, var nefnd í inngangi greinarinnar sem einn af mörgum viðskiptafrömuðum sem voru hársbreidd frá því að ná inn á listann.

Lesa má grein Nordic Business Report í heild sinni hér.

Tengt efni

Sprengjusvæði

„Að skiptast á skoðunum er mikilvægt. Það væri þó til mikilla bóta að hafa í ...
7. mar 2024

Endurskoða þarf ákvæði um kyrrsetningu loftfars

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um loftferðir.
3. feb 2022

Nauðsynlegt er að flugrekstri séu búin samkeppnishæf rekstrarskilyrði

Tryggja þarf að flugrekendur búi ekki við óþarflega íþyngjandi regluverk.
16. apr 2021