Dagskrá Viðskiptaþings 12. febrúar 2014

Viðskiptaþing 2014 verður haldið miðvikudaginn 12. febrúar undir yfirskriftinni Open for business? Uppbygging alþjóðageirans á Íslandi. Þar verður fjallað um þann mikilvæga hlekk sem uppbygging alþjóðageirans á Íslandi er fyrir efnahagslega framvindu og samfélagsmynd framtíðarinnar. Á þinginu verður gefið út upplýsingarit þar sem fjallað er um hlutverk alþjóðageirans í íslensku hagkerfi og þær meginforsendur sem styðja eflingu hans. Í ritinu er að finna dæmisögur af ólíkum alþjóðlegum fyrirtækjum og nánar fjallað um tækifæri og áskoranir sem þau standa frammi fyrir í íslensku efnahagsumhverfi.

Skráning á Viðskiptaþing er hafin á vef Viðskiptaráðs

2014.1.9_dagskra

Tengt efni

Föstudagskaffi Viðskiptaráðs hefst 29. október

Í vetur munum við standa fyrir stuttum veffundum annan hvern föstudagsmorgun ...
26. okt 2021

Samfélagsskýrsla ársins 2021

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veita viðurkenningu fyrir ...
31. maí 2021

Viðskiptaþing 2014: Aukin alþjóðaviðskipti undirstaða lífskjarabóta

Hreggviður Jónsson formaður Viðskiptaráðs sagði á Viðskiptaþingi, sem nú stendur ...
12. feb 2014