Aðalfundur Viðskiptaráðs: Kosning í fullum gangi

Við minnum á að aðalfundur Viðskiptaráðs fer fram miðvikudaginn 12. febrúar kl. 11:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Á fundinum verða m.a. kynnt úrslit úr kjöri stjórnar ásamt því að farið verður yfir störf ráðsins síðastliðin tvö ár og lagabreytingatillaga stjórnar lögð fram til afgreiðslu.

Núna á mánudaginn voru send út kjörgögn vegna kosninga til formanns og stjórnar Viðskiptaráðs frá umsjónaraðila kosninganna, Outcome. Í þeim tölvupósti var hlekkur inn á kosningakerfið (vi.outcomesurveys.com) og aðgangsorð hvers aðildarfélaga, en þegar aðgangsorðið er slegið inn þá opnast rafrænn kjörseðill viðkomandi félaga.

Á kjörseðlinum er nafn formannsframbjóðanda og leiðbeinandi ábendingarlisti með nöfnum 61 félagsmanns sem gefið hafa kost á sér til stjórnarsetu ásamt auðum reitum fyrir kjörgenga aðildarfélaga sem ekki eru á ábendingarlista. Kjörseðlum þarf að skila (rafrænt) eigi síðar en þriðjudaginn 11. febrúar kl. 17:00. Hér má nálgast sérstaka leiðbeiningasíðu vegna kosninganna.

Fylgigögn með kjörseðli, þ.e. áðurnefndur ábendingarlisti stjórnar, lög Viðskiptaráðs og tilkynning um framboð til formanns, eru öll aðgengileg í kosningakerfinu sjálfu og á sérstakri upplýsingasíðu Viðskiptaráðs um aðalfundinn, sjá hér

Ef upp koma spurningar eða vandamál í tengslum við kosningarnar ekki hika við að hafa samband við Harald I. Birgisson eða Ásthildi Gunnarsdóttur, sem hafa umsjón með kosningunum. Allar frekari upplýsingar um Viðskiptaþing, aðalfund 2014 og stjórnarkjör má nálgast á vef Viðskiptaráðs. 

Kær kveðja,
Starfsfólk Viðskiptaráðs

Tengt efni

Ávarp Ara Fenger á Viðskiptaþingi

Ari Fenger flutti opnunarávarp á Viðskiptaþingi 2024. Þetta var hans síðasta ...
12. feb 2024

Ný stjórn Viðskiptaráðs Íslands

Úrslit formanns- og stjórnarkjörs fyrir tímabilið 2022-2024 voru kynnt á ...
10. feb 2022

Flugeldasýningar endast stutt

Stundum er sagt að kjósendur fái þá stjórn sem þeir eiga skilið. Á móti má segja ...
24. sep 2021