Ný stjórn Viðskiptaráðs Íslands

Úrslit formanns- og stjórnarkjörs fyrir tímabilið 2022-2024 voru kynnt á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun.

Niðurstöður kosninganna voru eftirfarandi:

Formaður Viðskiptaráðs

Ari Fenger var endurkjörinn formaður Viðskiptaráðs Íslands 2022-2024.

Stjórn Viðskiptaráðs

Eftirtalin voru kjörin í stjórn Viðskiptaráðs 2022-2024 (í stafrófsröð):

 • Ásmundur Tryggvason, Íslandsbanki
 • Benedikt Gíslason, Arion banki
 • Bogi Nils Bogason, Icelandair
 • Brynja Baldursdóttir, Motus
 • Eggert Þ. Kristófersson, Festi
 • Einar Örn Ólafsson, Play
 • Elísabet Einarsdóttir, BBA
 • Erna Gísladóttir, BL
 • Eva Bryndís Helgadóttir, LMG Lögmenn
 • Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, Marel
 • Guðjón Auðunsson, Reitir fasteignafélag
 • Guðrún Ragnarsdóttir, Strategía
 • Haraldur Þórðarson, Fossar markaðir
 • Helga Valfells, Crowberry Capital
 • Helgi Rúnar Óskarsson, 66°Norður
 • Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, Creditinfo - Lánstraust
 • Hrund Rudolfsdóttir, Veritas
 • Inga Jóna Friðgeirsdóttir, Brim
 • Jón Þorsteinn Oddleifsson, Ölgerðin
 • Kolbrún Hrafnkelsdóttir, Florealis
 • Lárus Welding, Pure Holding
 • Lilja Björk Einarsdóttir, Landsbankinn
 • Magnús Magnússon, Hagar
 • Margrét Lára Friðriksdóttir, Össur
 • Margrét Pétursdóttir, EY
 • Marinó Örn Tryggvason, Kvika
 • Salóme Guðmundsdóttir, Einstaklingsaðild
 • Sigríður Vala Halldórsdóttir, Sjóvá
 • Sæmundur Sæmundsson, Efla
 • Tómas Már Sigurðsson, HS orka
 • Vilhelm Már Þorsteinsson, Eimskip
 • Þorsteinn Pétur Guðjónsson, Deloitte
 • Þór Sigfússon, Sjávarklasinn
 • Þórhildur Ólöf Helgadóttir, Íslandspóstur
 • Þórólfur Jónsson, LOGOS
 • Ægir Már Þórisson, Advania
 • Örn Gunnarsson, LEX

Um leið og Viðskiptaráð Íslands þakkar fráfarandi stjórn fyrir vel unnin störf er nýtt stjórnarfólk boðið innilega velkomið til starfa á vettvangi ráðsins.

Ari Fenger

Ari Fenger er forstjóri og einn af eigendum 1912 ehf. 1912 er rekstrarfélag sem á Nathan & Olsen, Ekruna og Emmessís. Ari hefur stýrt félaginu frá 2008 en áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Nathan & Olsen. Þess má geta að Nathan & Olsen er meðal elstu aðildarfélaga í Viðskiptaráði Íslands og hefur átt aðild að ráðinu síðan 1917.

Ari hefur setið í stjórn Viðskiptaráðs frá árinu 2014 og framkvæmdastjórn ráðsins frá 2018. Þá situr hann einnig í stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins. Ari var fyrst kjörinn formaður Viðskiptaráðs í febrúar 2020 og hlýtur nú endurkjör en samkvæmt lögum ráðsins er formanni heimilt að sitja samfleytt í fjögur ár.

Tengt efni

Úrslit stjórnarkjörs - Ari formaður

Á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun voru kynnt úrslit kosninga til ...
13. feb 2020

Fjölsóttur fundur um lífeyrissjóði og atvinnulífið

Ríflega 150 manns sóttu fund Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, ...
15. nóv 2013

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2014: Úrslit stjórnarkjörs

Á aðalfundi Viðskiptaráðs sem fram fór í morgun voru kynnt úrslit kosninga til ...
12. feb 2014