88% sænskra fyrirtækja hlynnt evrunni

88% aðildarfyrirtækja verslunarráðs Stokkhólmsborgar eru hlynnt upptöku evrunnar í Svíþjóð. Þetta kom m.a. fram í ræðu Peters Eghards framkvæmdastjóra verslunarráðs Stokkhólmsborgar á ársfundi framkvæmdastjóra norrænna verslunarráða sem haldinn var í Finnlandi í ágúst. Aðalumræðuefni fundarins var evran og áhrif hennar á viðskiptalífið. Fram kom á fundinum að almenn ánægja ríkir í finnsku viðskiptalífi með upptöku evrunnar; áhugi erlendra fjárfesta á finnskum fyrirtækjum hefur aukist og viðskipta- og fjármagnskostnaður fyrirtækja hefur lækkað. Fjármagnkostnaður er nú rúmlega 0,5% hærri í Svíþjóð en í Finnlandi.

Tengt efni

Vel sóttur Peningamálafundur Viðskiptaráðs

Peningamálafundur Viðskiptaráðs fór fram í morgun, 23. nóvember. Yfirskrift ...
23. nóv 2023

Hækkun bankaskatts er bjarnargreiði

Hver greiðir raunverulega bankaskattinn?
17. feb 2022

Nauðsynlegt að líta heildstætt á vinnumarkaðinn á Íslandi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um afnám 70 ára ...
15. feb 2022