88% sænskra fyrirtækja hlynnt evrunni

88% aðildarfyrirtækja verslunarráðs Stokkhólmsborgar eru hlynnt upptöku evrunnar í Svíþjóð. Þetta kom m.a. fram í ræðu Peters Eghards framkvæmdastjóra verslunarráðs Stokkhólmsborgar á ársfundi framkvæmdastjóra norrænna verslunarráða sem haldinn var í Finnlandi í ágúst. Aðalumræðuefni fundarins var evran og áhrif hennar á viðskiptalífið. Fram kom á fundinum að almenn ánægja ríkir í finnsku viðskiptalífi með upptöku evrunnar; áhugi erlendra fjárfesta á finnskum fyrirtækjum hefur aukist og viðskipta- og fjármagnskostnaður fyrirtækja hefur lækkað. Fjármagnkostnaður er nú rúmlega 0,5% hærri í Svíþjóð en í Finnlandi.

Tengt efni

Fréttir

88% sænskra fyrirtækja hlynnt evrunni

88% aðildarfyrirtækja verslunarráðs Stokkhólmsborgar eru hlynnt upptöku evrunnar ...
18. ágú 2003
Fréttir

Agla Eir lögfræðingur Viðskiptaráðs

Agla Eir Vilhjálmsdóttir hefur tekið við starfi lögfræðings Viðskiptaráðs Íslands
3. feb 2020
Fréttir

Fundur norrænna viðskiptaráða

Nú um helgina var haldinn fundur Viðskiptaráða Norðurlandanna. Á fundinn mættu ...
27. ágú 2007