Staða einkarekinna skóla í verkfalli kennara

Nú þegar verkfall kennara stendur yfir heldur kennsla áfram að mestu í einkareknum skólum. Einkareknu skólarnir eru með sérsamninga við flesta sína kennara. Nemendur Tjarnarskóla, Barnaskóla Hjallastefnunnar, Suðurhlíðaskóla, Landakotsskóla og stór hluti nemenda Ísaksskóla mæta því til skóla. Það sama á við um nemendur Alþjóðaskólans í Reykjavík, Reykjavik International School, sem ekki er í verkfalli. Ástæða þess að 6 kennarar af 16 hjá Ísaksskóla eru í verkfalli, er að á sínum tíma voru þeir skipaðir við skólann. Í dag gerir Ísaksskóli sérsamninga við alla kennara sem hefja störf hjá skólanum.

Verslunarráð hefur lengi bent á ótvíræða kosti einkareksturs í skólakerfinu og eru sérsamningar einkarekinna skóla við kennara einn af mörgum kostum. Sérsamningar skila mun meiri árangri heldur en kjarasamningar. Í skýrslu Verslunarráðs um einkaskóla, sem gefin var út í fyrra, eru sveitarfélög, kennarar og foreldrar hvött til að skoða fordómalaust þau tækifæri sem felast í einkareknum skólum.

Tengt efni

Má aðstoða hið opinbera? 

„Á meðan einkageirinn leiðir framleiðniaukninguna bendir ýmislegt til þess að ...
4. mar 2024

Keppni án verðlauna

Við fáum engin verðlaun fyrir að vera kaþólskari en páfinn
12. júl 2023

Jón er hálfviti

Það er þetta með fólkið í opinberri umræðu sem elskar afgerandi lýsingarorð og ...
24. feb 2023