Sjónarhóll, HÍ og VÍ í samstarf

Verslunarráð Íslands hefur gert samning við Sjónarhól og félagsvísindadeild Háskóla Íslands um rannsóknaraðstöðu í húsnæði Sjónarhóls sem mun nýtast fyrir rannsóknir sem varða fjölskyldur barna með sérþarfir.  Með rannsóknaraðstöðu hjá Sjónarhóli er stefnt að því að stuðla að rannsóknum á lífi, aðstæðum og aðbúnaði fjölskyldna barna með sérþarfir sem þætti í framþróun og stefnumörkun í málefnum þessara fjölskyldna.

Í samningnum felst að Verslunarráð og Sjónarhóll leggja sameiginlega til húsnæði, HÍ annast milligöngu við nemendur sem stunda rannsóknir á þessu sviði og Sjónarhóll leggur til þekkingu og stuðning við rannsóknarvinnuna.

Þegar hafa þrír nemendur í framhaldsnámi í fötlunarfræði við HÍ óskað eftir að fá afnot af aðstöðunni. Verkefnin sem þeir eru að vinna að snúast um atvinnumál fatlaðra, þjónustu við fjölskyldur fatlaðra barna og lífsstíl og heilsu kvenna með þroskaröskun.

Tengt efni

Fréttir

Nýr skóli – betra atvinnulíf

Meðfylgjandi grein birtist í Viðskiptablaðinu miðvikudaginn 27. ágúst:
29. ágú 2008
Fréttir

Blaðamannafundur um erlenda sérfræðinga á Íslandi

Miðvikudaginn 8. október kl. 16 verður haldinn blaðamannfundur, þar sem kynntar ...
7. okt 2003
Skýrslur

Aðstaða erlendra sérfræðinga hér á landi

Í dag var haldinn blaðamannfundur þar sem kynntar voru tillögur að bættum ...
8. okt 2003