Ríkið á eignarhluti í yfir 200 hlutafélögum og einkahlutafélögum

Ríkið, ríkisstofnanir og sjóðir í eigu ríkisins eru hluthafar í yfir tvöhundruð hlutafélögum og einkahlutafélögum. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar alþingismanns. Verslunarráð hefur verið í fararbroddi þeirra sem bent hafa á kosti einkavæðingar og möguleika á því sviði. Einkavæðing er skilvirkasta leiðin til að kalla fram frumkvæði markaðarins. Rekstur ríkisins hefur mikil áhrif á starfsumhverfi og starfsmöguleika fyrirtækja í landinu, þar sem að ríkisstofnanir fara í mörgum tilfellum inn á svið einkafyrirtækja. Verslunarráð telur að hraða eigi einkavæðingu Landsímans, Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, Sjúkrahúsapóteksins og fleiri félaga. Verslunarráð hefur jafnframt bent á kosti einkareksturs í orkukerfinu og telur að þar felist miklir möguleikar. Tryggja þarf áframhaldandi uppbyggingu einkafyrirtækja og efla þannig íslenskt atvinnulíf.

Tengt efni

Kjósendur eru skarpari en stjórnmálamenn

Miðað við staðreyndapróf Viðskiptaráðs eru kjósendur skarpari en stjórnmálamenn, ...
23. sep 2021

Engar tekjur og endalaus útgjöld? Greining á loforðum flokkanna

SA og VÍ áætla að afkoma ríkissjóðs gæti versnað um allt að 250 milljarða. ...
22. sep 2021

Fjárfest í samvinnu

Mikil tækifæri eru fólgin í aðkomu einkaaðila og lífeyrissjóða að kraftmeiri ...
28. jan 2021