Ríkið á eignarhluti í yfir 200 hlutafélögum og einkahlutafélögum

Ríkið, ríkisstofnanir og sjóðir í eigu ríkisins eru hluthafar í yfir tvöhundruð hlutafélögum og einkahlutafélögum. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar alþingismanns. Verslunarráð hefur verið í fararbroddi þeirra sem bent hafa á kosti einkavæðingar og möguleika á því sviði. Einkavæðing er skilvirkasta leiðin til að kalla fram frumkvæði markaðarins. Rekstur ríkisins hefur mikil áhrif á starfsumhverfi og starfsmöguleika fyrirtækja í landinu, þar sem að ríkisstofnanir fara í mörgum tilfellum inn á svið einkafyrirtækja. Verslunarráð telur að hraða eigi einkavæðingu Landsímans, Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, Sjúkrahúsapóteksins og fleiri félaga. Verslunarráð hefur jafnframt bent á kosti einkareksturs í orkukerfinu og telur að þar felist miklir möguleikar. Tryggja þarf áframhaldandi uppbyggingu einkafyrirtækja og efla þannig íslenskt atvinnulíf.

Tengt efni

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mar 2024

Má aðstoða hið opinbera? 

„Á meðan einkageirinn leiðir framleiðniaukninguna bendir ýmislegt til þess að ...
4. mar 2024

Ný skoðun Viðskiptaráðs: Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mar 2024