Athafnalandið Ísland - Ragnars í Smára minnst

Verslunarráð Íslands, í samvinnu við Stofnun Sigurðar Nordal, hélt í gær fund um athafnalandið Ísland þar sem því var m.a. velt fyrir sér hvar „Ragnar í Smára“ nútímans væri. Ingimundur Sigfússon formaður stofnunar Sigurðar Nordal opnaði fundinn.

Davíð Scheving Thorsteinsson minntist Ragnars í Smára sérstaklega og lýsti því vel hvaða mann Ragnar hafði að geyma þegar kom að tengslum atvinnulífs og menningar.

Sérstakur ræðumaður fundarins var Itamar Even-Zohar prófessor við Háskólann í Tel Aviv sem sagði frá nýbirtri grein sinni um mannauð og árangur þjóða.

Gestir á fundi um athafnalandið Ísland.

Þá flutti Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur fyrirlestur sem bar yfirskriftina „Víkingar efnisins“.

Katrín Pétursdóttur
forstjóri Lýsis fjallaði um nokkra þá þætti sem hafa glætt athafnamenningu Íslendinga lífi undanfarin áratug. 

Ávarp Davíðs Scheving Thorsteinssonar á fundi Verslunarráðs Íslands 19. apríl um Athafnalandið Ísland (hér). 

Erindi Katrínar Pétursdóttur forstjóra Lýsis "Athafnamenning og athafnalíf"  (hér).

  Itamar Even-Zohar.

Tengt efni

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf - 4. ársfjórðungur

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic ...
2. nóv 2023

Ragnar Sigurður hefur störf hjá Viðskiptaráði

Ragnar Sigurður Kristjánsson er nýr sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs
4. sep 2023

Marel hlaut viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins

Viðurkenning fyrir sjálfbærniskýrslu ársins var veitt í hádeginu við hátíðlega ...
8. jún 2023