Víða meiri einkarekstur en á Íslandi

Þrátt fyrir háværar raddir og mikla umræðu hérlendis um einkavæðingu og einkarekstur í rúma tvo áratugi voru Íslendingar á eftir flestum fyrrum kommúnistaríkjum heims að einkavæða bankana og það sama er uppi á teningnum með einkavæðingu Landssímans.  Nú virðist ljóst að flest opinber atvinnustarfsemi verður komin í einkarekstur innan skamms. Hvað gerist næst? Hvað eru aðrar þjóðir að gera?

Víða í Evrópu eru verkefni hins opinbera í almannaþjónustu og á öðrum sviðum að flytjast til einkaaðila og engu virðist skipta hvaða stjórnmálaflokkar eru við völd.  Miðju- og vinstriflokkar í Norður-Evrópu fjölga einkaskólum á grunnskólastigi, fækka ríkisstofnunum, bjóða út fasteignarekstur, ríkisbókhald og ríkisendurskoðun og áfram mætti lengi telja.  

Hér á landi hreyfast mál af þessu tagi hægt og þrátt fyrir góða reynslu af einkarekstri á nýjum sviðum eru dæmi um einkarekstur almannaþjónustu fá og lítið heyrist um nýjar hugmyndir við að færa verkefni til einkaaðila. Þó má segja að hljóðlát umbreyting eigi sér stað í höfuðborginni þar sem stór einkaframkvæmdarverkefni eru að líta dagsins ljós sem breytt geta viðhorfum til einkareksturs mannvirkja og almannaþjónustu. Hér er átt við uppbyggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Reykjavíkurhöfn og nýs háskólasamfélags í Vatnsmýrinni, sem bæði eru gríðarstór verkefni. Á næstu árum gæti einkaframkvæmd orðið mjög öflug á höfuðborgarsvæðinu ef viljinn er til staðar: bygging og rekstur Sundabrautar, uppbygging og rekstur nýs Landspítala við Hringbraut, bygging og rekstur nýs framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu, íbúðabyggð í Örfirisey og Engey og svona mætti lengi telja.

Þór Sigfússon.

Tengt efni

Greinar

Er íslensk króna orðin jafngild erlendri?

Þrátt fyrir að niðurstaða stjórnvalda um hertar aðgerðir á landamærunum sé ...
19. ágú 2020
Greinar

Það er dýrt að hækka laun á Íslandi

Ef við viljum ýta undir nýsköpun hér á landi og laða að fremur en fæla frá ...
20. apr 2018
Kynningar

Regluverkið á Íslandi risavaxið

Í stuttum innslögum Viðskiptaráðs um samkeppnishæfni Íslands heyrum við raddir ...
18. júl 2018