15% vaskur

Þjóðarpúls Gallup spurði nýverið hvort fólk teldi mikilvægara að tekjuskattur eða virðisaukaskattur væri lækkaður. Meirihluti þátttakenda í Þjóðarpúlsi Gallup, eða um 57%, taldi mikilvægara að virðisaukaskattur væri lækkaður.   

Viðskiptaráð lagði til í skýrslu sinni 15% landið sem kynnt var í febrúar sl. að stefna skuli að því að einfalda virðisaukaskattskerfið, fækka undanþágum og hafa einungis eina skattprósentu í virðisaukaskatti, 15%.  Það er gerlegt að koma á einu skattþrepi í virðisaukaskattskerfinu og að því ber að stefna. Það er mun æskilegra en að auka þann mun sem er á milli efra og lægra þrepsins í dag.

Við eigum að vinna að því að einfalda skattkerfið eins og kostur er. Þau viðhorf sem fram koma í Þjóðarpúls Gallup eru án efa vitnisburður um að fólk skynjar að við Íslendingar erum með skattglöðustu þjóðum heims þegar kemur að vaskinum: fáar þjóðir státa af 24,5% vaski á efra þrepi.  Slíkt fyrirkomulag eykur undanskot og verkar letjandi.

Viðskiptaráð Íslands boðar til ráðstefnu um flata skatta hinn 20. október nk. þar sem m.a. verður fjallað um eitt 15% í virðisaukaskatti.

Þór Sigfússon

Tengt efni

Sólin rís í austri og skattahækkanir eru fleiri en lækkanir

Um áramót voru gerðar 18 skattahækkanir og 6 skattalækkanir. Ný þrepaskipting ...
21. apr 2020

Morgunverðarfundur um stöðu og horfur í ríkisfjármálum

Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins efndu til morgunverðarfundar um ...
18. sep 2014

Hver gætir hagsmuna heildarinnar?

Stjórnvöld höfðu gefið okkur skattgreiðendum fögur fyrirheit um að tekjuskattur ...
4. des 2006