Yfirfullt á fundi um konur í forystu fyrirtækja

 
 
Um 160 manns mættu á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun þar sem var til umræðu breidd í forystu fyrirtækja og þeirri spurningu velt upp hvort að auka megi hagnaðinn með aukinni breidd. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra opnaði fundinn en framsögumenn voru þær Lisa Levey frá Catalyst í Bandaríkjunum og Þóranna Jónsdóttir stjórnendaráðgjafi hjá Kaliber Consulting. Að framsögum loknum var pallborðsumræða undir yfirskriftinni Viðhorf lykilmanna í íslensku viðskiptalífi. Þar tóku þátt þeir Ari Edwald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Erlendur Hjaltason forstjóri Exista, Hreggviður Jónsson forstjóri Vistor hf., Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair og formaður stjórnar VÍ og Steinn Logi Björnsson forstjóri Húsasmiðjunnar hf. 
 
Í upphafi pallborðsumræðna bað Guðfinna S. Bjarnadóttir rektor HR, sem stýrði umræðunum, þátttakendur að veigra sér ekki við að segja skoðun sína á stjórnarháttum kvenna. Tilgangur umræðanna væri alls ekki að fá fram hugmyndir um kosti kvenna í forystu sem falla í kramið hjá konum sjálfum. Þátttakendur tóku Guðfinnu á orðinu og fram komu margar ábendingar um það sem þeim sjálfum þykir ókostur í fari kvenna sem stjórnenda. Meðal annars kom fram að að þeirra mati skorti konur „killer instinct“ eins og það var orðað. Eins og við mátti búast á jafn fjölmennum fundi, og stór hluti fundarmanna voru konur, kom fram gagnrýni á þessa sýn karlanna á pallborðinu.
 
Framsögur Lisu og Þórönnu má finna hér að neðan.
 
 
 
 

Tengt efni

Góðir stjórnar­hættir - hvernig og hvers vegna?

Tilnefningarnefndir er dæmi um viðfangsefni sem halda þarf áfram að móta til ...
8. mar 2023

Hver ber ábyrgð á verðbólgunni?

Ávarp formanns Viðskiptaráðs á Peningamálafundi sem fram fór í gær, 24. nóvember ...
25. nóv 2022

Endurskoðun fari fram þegar nauðsynlegar upplýsingar eru til reiðu

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að frumvarpi til laga um sóttvarnir.
16. feb 2022