Vel heppnaður blaðamannafundur

Í dag kynntu Viðskiptaráð, Kauphöllin og Samtök atvinnulífsins aðra útgáfu af Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Þórður Friðjónsson formaður nefndarinnar lagði mikla áherslu á fundinum á mikilvægi leiðbeininganna fyrir atvinnulífið og benti á að öllum skráðum félögum í kauphöllinni bæri að fara eftir reglunum.

 

Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá og fv. framkvæmdastjóri VÍ, benti á að reynsla af leiðbeiningum væri góð sem sanni að viðskiptalífinu er fulkomlega treystandi til að setja sér sjálft reglur og fara eftir þeim og mikilvægt sé að skoða hvort ekki megi beita sjálfsprotnum reglum á fleiri sviðum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, tók undir sjónarmið Þórðar og Þórs og lýsti yfir ánægju með afrakstur nefndarinnar.

Tengt efni

Hraðari viðspyrna með erlendri fjárfestingu

Verulega hefur dregið úr erlendri fjárfestingu á síðustu árum og hefur ...
2. des 2020

Tölum um tilnefningarnefndir

Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins efna til ...
10. jan 2019

Seðlabankinn skerpir á reglum um gjaldeyrismál

Fyrir stuttu var tilkynnt um breytingar á nýsettum gjaldeyrisreglum. ...
19. des 2008