Vel heppnaður blaðamannafundur

Í dag kynntu Viðskiptaráð, Kauphöllin og Samtök atvinnulífsins aðra útgáfu af Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Þórður Friðjónsson formaður nefndarinnar lagði mikla áherslu á fundinum á mikilvægi leiðbeininganna fyrir atvinnulífið og benti á að öllum skráðum félögum í kauphöllinni bæri að fara eftir reglunum.

 

Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá og fv. framkvæmdastjóri VÍ, benti á að reynsla af leiðbeiningum væri góð sem sanni að viðskiptalífinu er fulkomlega treystandi til að setja sér sjálft reglur og fara eftir þeim og mikilvægt sé að skoða hvort ekki megi beita sjálfsprotnum reglum á fleiri sviðum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, tók undir sjónarmið Þórðar og Þórs og lýsti yfir ánægju með afrakstur nefndarinnar.

Tengt efni

Kostnaðarsöm leið að göfugu markmiði

Ný greining frá Viðskiptaráði á kostnaði íslenskra fyrirtækja vegna íþyngjandi ...
5. júl 2023

Icelandic Economy 2F 2023

Viðskiptaráð hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic Economy. ...
28. apr 2023