Bush skipar Mishkin seðlabankastjóra

George W. Bush forseti Bandaríkjanna hefur skipað dr. Frederic S. Mishkin einn af seðlabankastjórum Bandaríkjanna. Eins og kunnugt er ritaði Mishkin nýverið skýrslu um efnahagsstöðugleika á Íslandi ásamt dr. Tryggva Þór Herbertssyni, sem Viðskiptaráð Íslands gaf út. Niðurstaða skýrslunnar var sú að ekki væri ástæða til að óttast fjármálakreppu á Íslandi.
 
Seðlabankastjórar Bandaríkjanna eru sjö talsins og eru skipaðir til fjórtán ára. Dr. Mishkin er nú prófessor við Columbia University og er almennt talinn einn af helstu sérfræðingum heims þegar kemur að því að meta efnahagslegan óstöðugleika. Mishkin er fyrrverandi forseti Eastern Economic Association og var áður prófessor við University of Chicago, Northwestern University og Princeton University. Hann hlaut doktorsgráðu sína frá Massachusetts Institute of Technology.
 
Fréttatilkynning Hvíta hússins:
http://www.whitehouse.gov/news/releases/2006/06/20060630-1.html

Tengt efni

Greinar

Fyrirtækin hluti af lausninni – ekki vandanum

Loftslagsvitund og skilningur á kolefnismörkun fyrirtækisins þarf að vera ein af ...
7. feb 2020
Greinar

Peningasendingar frá hálaunalandinu

Ein afleiðingin af fjölgun innflytjenda er stökkbreyting peningasendinga milli ...
10. mar 2020
Viðburðir

Á barmi hengiflugs?

Viðskiptaráð Íslands gaf í síðustu viku út skýrslu um fjármálastöðuleika á ...
11. maí 2006