Breytt flugmálastefnu Kanada gagnast Íslendingum

Viðskiptaráð fagnar fyrirhuguðum breytingum á heimildum til loftferða milli Íslands og Kanada. Kanadastjórn hefur ákveðið að sama regla skuli gilda gagnvart öðrum ríkjum, og gilt hefur gagnvart Bandaríkjunum, þannig að meginreglan sé að lofthelgin sé opin. Um miklar umbætur er að ræða af hálfu samgönguráðuneytis Kanada. Íslensk stjórnvöld eiga að sama skapi hrós skilið fyrir þeirra framlag, en þau hafa beitt sér fyrir þessum breytingum.

Viðskiptaráð hefur barist fyrir breytingum á þessu sviði enda er þetta mikið hagsmunamál fyrir íslensk fyrirtæki þar sem Kanada er nágrannríki okkar í vestri. Það frjálsræði sem fylgir hinni nýju stefnu kemur vafalaust til með að endurspeglast í auknum viðskiptum milli landanna. Við hvetjum stjórnvöld til að halda áfram á sömu braut enda fjölmargir möguleikar til úrbóta þegar kemur að alþjóðlegum samningum, s.s. tvísköttunar-, fríverslunar-, fjárfestinga- og loftferðasamningum.

Tengt efni

Fréttir

Vopn gegn sameiginlegum óvini

Viðskiptaráð Íslands hefur tekið saman mögulegar aðgerðir og það sem þarf að ...
10. mar 2020
Umsagnir

Góðar aðgerðir sem duga skammt

Viðskiptaráð fagnar þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið vegna kórónuveirunnar ...
24. mar 2020
Umsagnir

Gölluð og óljós leið hlutdeildarlána

Markmið frumvarps um hlutdeildarlán eru góð en leiðin að þeim er ekki líkleg til ...
22. jún 2020