Samstillt átak þarf til að bæta ímynd Íslands

Ímynd Íslands er ekki nægjanlega sterk. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var í 35 löndum meðal hátt í 30 þúsund manna og kynnt var á Viðskiptaþingi 2007 í dag. Ísland varð í 19. sæti meðal þeirra 38 landa sem rannsökuð voru. Þeir þættir sem eru skoðaðir eru útflutningur, stjórnhættir, menning og saga, fólkið, ferðamennska og innflutningur fólks og fjárfestingar.

Simon Anholt, sem framkvæmdi rannsóknina, sagði í ræðu sinni á Viðskiptaþingi að þetta væri ekki til marks um að ímynd Íslands væri neikvæð heldur fremur að fólk hefði litla eða enga ímynd af landinu. Hann er einn helsti sérfæðingur heims á þessu sviði og hefur unnið fyrir fjölmörg ríki, m.a. Bretland sem kemur best út úr könnuninni. Hann hefur stýrt sameiginlegri vinnu ríkisstjórnarinnar og Viðskiptaráðs Íslands um þessi mál síðastliðna mánuði.

Simon hefur mikla trú á getu Íslands til að skara frammúr nú á tímum alþjóðvæðingar.  Hann segir nauðsynlegt að halda vinnu við ímynd Íslands áfram og að stjórnvöld og atvinnulíf eigi að koma sameiginlega að því verkefni.  Hann kallar Íslendinga “Latino-Nordics” og lýsir okkur sem einkennilegri blöndu af norrænni virðingu fyrir skilvirkni, sanngirni og hæfni í bland við miðjarðarhafseldmóð og hlýju.

Glærur Simons

Tengt efni

Ávarp Ara Fenger á Viðskiptaþingi

Ari Fenger flutti opnunarávarp á Viðskiptaþingi 2024. Þetta var hans síðasta ...
12. feb 2024

Jón er hálfviti

Það er þetta með fólkið í opinberri umræðu sem elskar afgerandi lýsingarorð og ...
24. feb 2023

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022