Viðskiptaráð veitir verðlaun fyrir námsárangur

Eitt af hlutverkum Viðskiptaráðs er stuðningur við menntun í landinu og er ráðið helsti bakhjarl bæði Verzlunarskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. 

Þann 26. maí síðastliðinn fór fram útskrift við Verslunarskóla Íslands. Um langt skeið hefur Viðskiptaráð veitt viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur við útskrift. Viðurkenningin er stytta eftir Hallstein Sigurðsson myndlistarmann, en fyrirmyndin er gríska gyðjan NIKE, en hún vísaði veginn til sigurs. 

Verðlaunahafar að þessu sinni voru Bryndís Einarsdóttir, sem hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í viðskiptagreinum, og Vigdís Ester Halldórsdóttur, sem hlaut viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í alþjóðafræðum.

Óskum við verðlaunahöfum, sem og öðrum útskriftarnemendum, innilega til hamingju með árangurinn.

Tengt efni

Góðir stjórnar­hættir - hvernig og hvers vegna?

Tilnefningarnefndir er dæmi um viðfangsefni sem halda þarf áfram að móta til ...
8. mar 2023

Viðskiptaráð verðlaunar útskriftarnema í HR

Sjö útskriftarnemar úr Háskólanum í Reykjavík tóku við viðurkenningu frá ...
21. jún 2021

Færri ríkisstofnanir - stærri og betri

Leiðarljósið við mótun stofnanaumgjarðar hins opinbera á að vera aukin gæði og ...
10. mar 2021