Samningi um Samræmda vefmælingu sagt upp

Viðskiptaráð Íslands hefur frá og með 1. júlí sagt upp samstarfssamningi sínum við Modernus ehf. um Samræmda vefmælingu. Samræmd vefmæling verður því framvegis eingöngu á vegum Modernus ehf. Er uppsögn þessi liður í endurskipulagningu ákveðinna þátta í starfsemi ráðsins.

Viðskiptaráð vill þakka Modernus ehf. og þátttakendum Samræmdar vefmælingar fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur I. Birgisson, lögfræðingur Viðskiptaráðs i síma 510-7100

Tengt efni

Fréttir

Getum gert miklu betur!

Viðmið um góða stjórnarhætti hafa með reglubundnum hætti verið í almennri ...
2. jún 2010
Fréttir

Fjármagnstekjuskattur verði ekki hækkaður

Samfara góðu gengi á íslenskum hlutabréfamarkaði undanfarin ár hafa ...
12. okt 2006
Fréttir

Viðskiptaráð tekur upp kynjakvóta í stjórn

Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands var rétt í þessu samþykkt að leiða í lög ...
14. feb 2018