Samningi um Samræmda vefmælingu sagt upp

Viðskiptaráð Íslands hefur frá og með 1. júlí sagt upp samstarfssamningi sínum við Modernus ehf. um Samræmda vefmælingu. Samræmd vefmæling verður því framvegis eingöngu á vegum Modernus ehf. Er uppsögn þessi liður í endurskipulagningu ákveðinna þátta í starfsemi ráðsins.

Viðskiptaráð vill þakka Modernus ehf. og þátttakendum Samræmdar vefmælingar fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Nánari upplýsingar veitir Haraldur I. Birgisson, lögfræðingur Viðskiptaráðs i síma 510-7100

Tengt efni

Hagsmunamál að fæla ekki burt erlenda fjárfestingu

Umsögn Viðskiptaráðs um áform um lagasetningu um rýni á erlendum fjárfestingum ...
10. júl 2022

Starfsfólk hins opinbera nýtur enn meiri verndar en á almenna markaðnum

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og ...
2. nóv 2022

Að kippa vísitölu úr (húsnæðis)lið

Þegar allt kemur til alls er varhugavert að breyta undirliggjandi þáttum ...
10. mar 2022