Vel heppnuð ráðstefna um skattamál

Í gær var haldin fjölmenn ráðstefna um möguleika til skattalækkana á Þjóðminjasafni Íslands. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands stóð fyrir ráðsstefnunni í samstarfi við fleiri aðila, m.a. Viðskiptaráð Íslands.

Á fundinum hélt Nóbelsverðlaunahafinn Edward C. Prescott erindi um samhengi skattalöggjafar og vinnuframlags. Benti hann á ástæður þess að vinnuframlegð Bandaríkjamanna hefur verið hærri en Evrópubúa í áraraðir. Þá reyfaði Prescott kosti þess að lækka tekjuskatt enn frekar á Íslandi.

Aðrir sem héldu erindi og ávörp á fundinum voru Geir H. Haarde forsætisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Daniel Mitchell sérfræðingur frá Cato-stofnuninni í Washington, Pierre Bessard sérfræðingur frá Constant de Rebecque-stofnuninni í Lausanne, Birgir Þór Runólfsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og Jón Þór Sturluson, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík.

Hægt er að nálgast glærur og aðrar upplýsingar frá fundinum á www.skattamal.is.

Tengt efni

Endurskoða þarf íþyngjandi ákvæði persónuverndarlaga

Umsögn Viðskiptaráðs, SA, SI, SFS, SVÞ, SAF, Samorku og SFF um frumvarp til laga ...
25. okt 2022

Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023
12. okt 2022

Stjórn Landspítala verði raunverulegur æðsti ákvörðunaraðili

Umsögn Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um breytingu á lögum um ...
7. apr 2022