Aðalfundur Dansk-íslenska viðskiptaráðsins

Aðalfundur ráðsins var haldinn í Norrænahúsinu í gær.  Að loknum hefðbundum aðalfundarstörfum ávörpuðu sendiherra Dana á Islandi Lasse Reiman og Einar Már Guðmundsson rithöfundur fundinn.

Einar fór yfir útgáfuferil sinn í Danmörku sem staðið hefur lengi, eða frá árinu 1981. Hann sagði það góða hugmynd að tengja saman menningar – og viðskiptalífið. Sérsakt væri hversu duglegir Danir væru að þýða ljóð, en bækur Einars koma jafna fyrst út á dönsku á eftir íslensku. Að auki sagði Einar lítillega frá nýjustu bók sinni, Rimlum hugans, og las stuttan kafla.

Lasse Reiman þakkaði gott samstarf við Dansk-íslenska viðskiptaráðið og ræddi samskipti þjóðanna á árinu sem er að líða. Hann lýsti ánægju með þróun þeirra samskipta sem færu sívaxandi á nánast öllum sviðum. Hann nefndi sem dæmi um þetta að Íslendingar væru þeir gestir í Danmörku sem versluðu mest. Hann nefndi meðal annars að Samkvæmt upplýsingum frá Kastrup fá Íslendingar 25% alls þess virðisaukaskatts sem endurgreiddur er á ári hverju.   Sú staðreynd sýndi umsvif þeirra á einkar skýran hátt.


Tengt efni

Viðburðir

Aðalfundur Dansk-íslenska verslunarráðsins

Aðalfundur Dansk-íslenska verslunarráðsins verður haldinn í salarkynnum VÍ, ...
27. okt 2004
Viðburðir

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins

Aðalfundur Samtaka atvinulífsins verður haldinn á Hótel Nordica þriðjudaginn 3. ...
3. maí 2005
Fréttir

Ný stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins

Í gær var haldinn stofnfundur Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins (AMÍS). Aðsókn ...
11. maí 2012