Vel heppnað Viðskiptaþing 2023

Húsfyllir var á vel heppnuðu Viðskiptaþingi 2023 sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 9. febrúar

Viðskiptaráð þakkar þeim fjölmörgu gestum sem sóttu Viðskiptaþing þann 9. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica.

Yfirskrift Viðskiptaþings í ár var “Orkulaus/nir”. Á þinginu var m.a. fjallað um tengsl orkunotkunar og lífsgæða, verðmæti orkuskiptanna, orkuöryggi og byggðamál, nýsköpun, bætta nýtingu og samkeppnisstöðu á orkumarkaði. Skýrslu þingsins má finna hér.

Fyrirlesarar þingsins voru:

Dr. Paul Turner, sem fjallaði um möguleika á nýtingu vindorku á hafi úti.

Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, kynnti stöðu orkumála á Íslandi og hvað sé í vændum í orkuskiptunum. Þá sat hann einnig fyrir svörum þinggesta um stöðu og framtíð orkumála.

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu og formaður orku-, umhverfis- og sjálfbærnihóps Viðskiptaráðs, kynnti skýrslu Viðskiptaþings 2023.

Ásgeir Margeirsson, verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri HS Orku, talaði um einkarekstur og samkeppni á orkumarkaði.

Íris Baldursdóttir, annar stofnandi og framkvæmdastjóri SnerpuPower, sagði frá lausnum í orkunýtingu.

Þau Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Halla Hrund Logadóttir, Orkumálastjóri, tóku þátt í pallborðsumræðum um orku- og byggðamál undir stjórn Svanhildar Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Að vanda ávörpuðu formaður Viðskiptaráðs, Ari Fenger, og forsætisráðherrra, Katrín Jakobsdóttir, þingið.

ORKULAUS/NIR

Raddir atvinnulífsins

Myndir af framsögufólki og gestum

Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra
Dr. Paul Turner, forstjóri Hecate Wind
Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri og Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri.
Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu, formaður umhverfis-, orku- og sjálfbærnihóps Viðskiptaráðs
Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Snerpu Power
Ásgeir Margeirsson, verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri HS orku

Tengt efni

Umsögn um skilvirkari leyfisveitingar á sviði umhverfis- og orkumála

Viðskiptaráð fagnar vinnu verkefnisteymisins og markmiðum um að einfalda og ...

Árangurslitlar aðgerðir á húsnæðismarkaði

„Stuðningsúrræði stjórnvalda hafa verið of almenn í gegnum tíðina og kostað háar ...
4. des 2023

Andri nýr formaður Viðskiptaráðs – Ný stjórn kjörin

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í dag. Þar var kunngerð niðurstaða úr ...
7. feb 2024