Vel heppnað Viðskiptaþing 2023

Húsfyllir var á vel heppnuðu Viðskiptaþingi 2023 sem fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 9. febrúar

Viðskiptaráð þakkar þeim fjölmörgu gestum sem sóttu Viðskiptaþing þann 9. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica.

Yfirskrift Viðskiptaþings í ár var “Orkulaus/nir”. Á þinginu var m.a. fjallað um tengsl orkunotkunar og lífsgæða, verðmæti orkuskiptanna, orkuöryggi og byggðamál, nýsköpun, bætta nýtingu og samkeppnisstöðu á orkumarkaði. Skýrslu þingsins má finna hér.

Fyrirlesarar þingsins voru:

Dr. Paul Turner, sem fjallaði um möguleika á nýtingu vindorku á hafi úti.

Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála, kynnti stöðu orkumála á Íslandi og hvað sé í vændum í orkuskiptunum. Þá sat hann einnig fyrir svörum þinggesta um stöðu og framtíð orkumála.

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu og formaður orku-, umhverfis- og sjálfbærnihóps Viðskiptaráðs, kynnti skýrslu Viðskiptaþings 2023.

Ásgeir Margeirsson, verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri HS Orku, talaði um einkarekstur og samkeppni á orkumarkaði.

Íris Baldursdóttir, annar stofnandi og framkvæmdastjóri SnerpuPower, sagði frá lausnum í orkunýtingu.

Þau Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, og Halla Hrund Logadóttir, Orkumálastjóri, tóku þátt í pallborðsumræðum um orku- og byggðamál undir stjórn Svanhildar Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Að vanda ávörpuðu formaður Viðskiptaráðs, Ari Fenger, og forsætisráðherrra, Katrín Jakobsdóttir, þingið.

ORKULAUS/NIR

Raddir atvinnulífsins

Myndir af framsögufólki og gestum

Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra
Dr. Paul Turner, forstjóri Hecate Wind
Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku, Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri og Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri.
Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri Eflu, formaður umhverfis-, orku- og sjálfbærnihóps Viðskiptaráðs
Íris Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Snerpu Power
Ásgeir Margeirsson, verkfræðingur og fyrrverandi forstjóri HS orku

Tengt efni

Frumvarp til breytingar á raforkulögum þarfnast talsverðar endurskoðunar

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. ...
15. mar 2023

Lesskilningur Landverndar

Engin óvissa ríkir um efnahagslegar afleiðingar orkuskiptasviðsmyndar ...
2. mar 2023

Hvað eiga Ísland, Mósambík og Kongó sameiginlegt?

Þá séu svo einfaldir útreikningar fremur til þess fallnir að kasta ryki í augun ...
12. apr 2023