Staðan á gjaldeyrismarkaði

Fátt hefur dregið til tíðinda hvað varðar stöðuna á gjaldeyrismarkaði frá því fyrir helgi. Temprun gjaldeyrisútflæðis er enn við lýði og bankarnir þrír -  Glitnir, Landsbanki og Kaupþing - geta því enn ekki afgreitt erlendar greiðslur nema í sérstökum undantekningartilfellum. Sparisjóðabanki Íslands (áður Icebank) getur aftur á móti afgreitt erlendar greiðslur í flestum myntum. Þá kaupir Sparisjóðabankinn einnig gjaldeyri og selur, en þó í takmörkuðu mæli.

Ástand þetta er óviðunandi og ítrekar Viðskiptaráð að strax verði gripið til aðgerða til að greiða úr þessum vanda. Mjög brýnt er að utanríkisviðskipti komist sem allra fyrst í eðlilegt horf. Að mati Viðskiptaráðs er hér um algert forgangsmál að ræða.

Viðskiptaráð minnir á skjal sem aðildarfélög geta notfært sér við að útskýra stöðu mála á gjaldeyrismarkaði gagnvart erlendum hagsmunaaðilum. Skjalið er á ensku og það má nálgast hér.

Tengt efni

Greinar

Kófið kæfir sprotana nema í taumana sé tekið

„Fyrirliggjandi aðgerðir stjórnvalda munu að óbreyttu ekki nýtast ...
20. apr 2020
Fréttir

Gjaldeyrismál

Fátt hefur dregið til tíðinda hvað varðar stöðuna á gjaldeyrismarkaði síðan í ...
24. okt 2008
Fréttir

Erlendar greiðslur

Bankarnir þrír – Glitnir, Landsbanki og Kaupþing – geta sem fyrr ekki afgreitt ...
21. okt 2008