Staðan á gjaldeyrismarkaði

Fátt hefur dregið til tíðinda hvað varðar stöðuna á gjaldeyrismarkaði frá því fyrir helgi. Temprun gjaldeyrisútflæðis er enn við lýði og bankarnir þrír -  Glitnir, Landsbanki og Kaupþing - geta því enn ekki afgreitt erlendar greiðslur nema í sérstökum undantekningartilfellum. Sparisjóðabanki Íslands (áður Icebank) getur aftur á móti afgreitt erlendar greiðslur í flestum myntum. Þá kaupir Sparisjóðabankinn einnig gjaldeyri og selur, en þó í takmörkuðu mæli.

Ástand þetta er óviðunandi og ítrekar Viðskiptaráð að strax verði gripið til aðgerða til að greiða úr þessum vanda. Mjög brýnt er að utanríkisviðskipti komist sem allra fyrst í eðlilegt horf. Að mati Viðskiptaráðs er hér um algert forgangsmál að ræða.

Viðskiptaráð minnir á skjal sem aðildarfélög geta notfært sér við að útskýra stöðu mála á gjaldeyrismarkaði gagnvart erlendum hagsmunaaðilum. Skjalið er á ensku og það má nálgast hér.

Tengt efni

Hver er þín verðbólga?

Viðskiptaráð hefur sett upp reiknivél sem gerir hverjum og einum kleift að ...
17. ágú 2022

17.000 störf til að útrýma atvinnuleysi

Jafnvel þótt horfur séu góðar í baráttunni við kórónuveiruna er enn nokkuð í ...
23. feb 2021

Minni samkeppni ekki lausn á vanda landbúnaðarins

Kjöt og ostar, bæði innlendir og innfluttir, eiga það sameiginlegt að vera vörur ...
10. des 2020