Staðan á gjaldeyrismarkaði

Fátt hefur dregið til tíðinda hvað varðar stöðuna á gjaldeyrismarkaði frá því fyrir helgi. Temprun gjaldeyrisútflæðis er enn við lýði og bankarnir þrír -  Glitnir, Landsbanki og Kaupþing - geta því enn ekki afgreitt erlendar greiðslur nema í sérstökum undantekningartilfellum. Sparisjóðabanki Íslands (áður Icebank) getur aftur á móti afgreitt erlendar greiðslur í flestum myntum. Þá kaupir Sparisjóðabankinn einnig gjaldeyri og selur, en þó í takmörkuðu mæli.

Ástand þetta er óviðunandi og ítrekar Viðskiptaráð að strax verði gripið til aðgerða til að greiða úr þessum vanda. Mjög brýnt er að utanríkisviðskipti komist sem allra fyrst í eðlilegt horf. Að mati Viðskiptaráðs er hér um algert forgangsmál að ræða.

Viðskiptaráð minnir á skjal sem aðildarfélög geta notfært sér við að útskýra stöðu mála á gjaldeyrismarkaði gagnvart erlendum hagsmunaaðilum. Skjalið er á ensku og það má nálgast hér.

Tengt efni

Um annarra manna fé

Fyrir hverja krónu sem heimili og fyrirtæki verja samanlagt, eyðir hið opinbera ...
14. apr 2024

Umsögn um valkosti og greiningu á vindorku

Umsögn Viðskiptaráðs um valkosti og greiningu á vindorku - skýrslu starfshóps, ...

Hver er þín verðbólga?

Viðskiptaráð hefur sett upp reiknivél sem gerir hverjum og einum kleift að ...
17. ágú 2022