Stýrivaxtahækkun

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 600 punkta í dag og eru þeir nú 18%. Vextir bankans hafa ekki verið hærri siðan verðbólgumarkmið var tekið upp árið 2001. Vaxtahækkunin er að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er markmið hennar fyrst og fremst að styðja við gengi íslensku krónunnar. Verðbólga á Íslandi er í hæstu gildum sem sést hafa í um tuttugu ár og ljóst að gengisveiking síðustu vikna setur enn frekari þrýsting í átt til meiri verðbólgu. Hærri vextir og aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður þó vonandi til þess draga úr þrýstingi til frekari gengisveikingar. Engu að síður er ljóst að 18% stýrivextir koma harkalega niður á íslenskum almenningi og fyrirtækjum og því afar brýnt að vextir verði lækkaðir aftur um leið og aðstæður leyfa.

Eins og Viðskiptaráð hefur áður bent á er ekki um eftirspurnarspennu að ræða í hagkerfinu og því má ætla að vaxtahækkun Seðlabankans sé liður í að koma jafnvægi á gjaldeyrismarkaðinn. Í ljósi þess má búast við að hún verði til frekar skamms tíma og er gert ráð fyrir örri lækkun vaxta þegar hagkerfið endurheimtir trúverðugleika. Í þeirri viðleitni þarf að skoða allar leiðir með opnum hug. Mikilvægt er að þegar eigi sér stað endurskoðun á peningamálastefnunni, sem boðuð var á ársfundi Seðlabanka í mars síðastliðnum, og nauðsynlegt í því sambandi að sem fyrst náist niðurstaða um stefnu í Evrópumálum sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, kallar eftir í Morgunblaðinu í dag.

Tilkynningu Seðlabankans má lesa hér.

Tengt efni

Árangurslitlar aðgerðir á húsnæðismarkaði

„Stuðningsúrræði stjórnvalda hafa verið of almenn í gegnum tíðina og kostað háar ...
4. des 2023

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Má aðstoða hið opinbera? 

„Á meðan einkageirinn leiðir framleiðniaukninguna bendir ýmislegt til þess að ...
4. mar 2024