Gjaldeyrismál

Staðan á gjaldeyrismarkaði er lítið breytt og er temprun gjaldeyrisútflæðis Seðlabanka enn við lýði. Viðskiptabankarnir þrír geta þar af leiðandi ekki afgreitt erlendar greiðslur nema í samræmi við tilmæli Seðlabanka. Sparisjóðabankinn býr þó enn að greiðslumiðlunarkerfi sem virkar í nær öllum myntum.

Þrátt fyrir ákveðna erfiðleika í erlendri greiðslumiðlun eru mörg dæmi um að fyrirtæki hafi fundið leiðir sem virka ágætlega. Viðskiptaráð óskar hér með eftir upplýsingum um góða reynslu aðildarfélaga sinna í þessum efnum. Markmiðið er svo að koma árangursríkum aðferðum á framfæri við aðra sem geta nýtt sér þær. Vinsamlegast hafið samband við ráðið í síma 510-7100 eða með því að senda póst á dsd@vi.is.

Tengt efni

Já, það þarf að segja þetta. Oft.

Svanhildur Hólm skrifar um úttekt Viðskiptaráðs á umsvifum hins opinbera í ...
2. des 2021

Áfram óvissa um gjaldeyrismál

Staðan á gjaldeyrismarkaði hefur lítið breyst undanfarna daga og vikur. ...
27. nóv 2008

Um greiðslumiðlun og gjaldeyri

Unnið er að því að koma á greiðslumiðlun með erlendan gjaldmiðla. Seðlabankinn ...
13. okt 2008