Um greiðslumiðlun og gjaldeyri

Unnið er að því að koma á greiðslumiðlun með erlendan gjaldmiðla.  Seðlabankinn hefur gefið frá sér tilkynningu um “tímabundna temprun á útflæði gjaldeyris” sem sjá má hér: http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6491, en um er að ræða gjaldeyrishöft sem brýnt er að látið verði af sem fyrst.  Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka eru fyrirtæki beðin um að beina fyrirspurnum um gjaldeyriskaup til viðskiptabanka og sparisjóða viðkomandi fyrirtækis. 

Eftir því sem næst verður komist er greiðslumiðlun komin í sæmilegt horf hjá Nýja Landsbanka og gert er ráð fyrir að Nýi Glitnir og Kaupþing komist af stað í dag eða á morgun.  Þar fer greiðslumiðlum fram í gegnum kerfi Seðlabanka.  Samkvæmt upplýsingum frá Icebank er greiðslumiðlun þar í lagi, en nánari upplýsingar má fá í síma 540 4030.  Rétt er að taka það fram að Icebank virðist eini einkarekni bankinn á Íslandi sem í dag getur sinnt þessari þjónustu. 
Í þeirra miklu breytinga sem átt hafa sér stað á fjármálamarkaði undanfarna daga er rétt að árétta mikilvægi þess að gætt sé að því að viðhalda samkeppni á fjármálamarkaði í þeirri framtíðarlausn sem stjórnvöld skipuleggja nú.

Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu Viðskiptaráðs þegar þær berast.

Tengt efni

Úthlutað úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs 

Sex verkefni fengu styrk úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands
23. feb 2024

Tölur í tóma­rúmi og tíma­bundni banka­skatturinn

Skýrasta tækifærið til að bæta kjör landsmanna er að lækka bankaskattinn enn ...
16. maí 2023

Ert þú í framhaldsnámi erlendis?

Nú er opið fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands ...
29. nóv 2022