Ert þú í framhaldsnámi erlendis?

Nú er opið fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands (MVÍ). Umsóknarfrestur er til og með 8. janúar 2023.

Markmið námsstyrkja MVÍ er að styðja nemendur til framhaldsnáms í greinum sem tengjast atvinnulífinu og stuðla að framþróun þess. Nánari upplýsingar um MVÍ og lista yfir fyrri styrkþega má finna hér. Að þessu sinni verða veittir allt að fjórir styrkir, hver að upphæð 1.000.000 kr., en styrkþegarnir verða kynntir á Viðskiptaþingi 9. febrúar 2023.

Val styrkþega er í höndum sérstakrar valnefndar en henni sitja: Ari Kristinn Jónsson, Daði Már Kristófersson og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir. Valnefndin hefur sett sér úthlutunarreglur sem má sjá hér en í þeim segir m.a.:

„Að þessu sinni hefur valnefnd námsstyrkjasjóðsins ákveðið að leggja áherslu á að styrkja nemendur í framhaldsnámi á háskólastigi í svokölluðum STEAM greinum, þ.e. greinum á sviði vísinda (science), tækni (technology), verkfræði (engineering), listsköpun (arts) og stærðfræði (math). Lagt verður mat á allar umsóknir og þeim forgangsraðað með tilliti til þessarar áherslu valnefndar. 

Auk þess hefur valnefndin ákveðið að styrkja að minnsta kosti einn nemanda í orkutengdum greinum en Viðskiptaþing 2023 verður einmitt helgað orkumálum.“

Við hvetjum því framhaldsnema á áðurnefndum sviðum sérstaklega til að sækja um og vekjum athygli á að umsækjendur þurfa að vera í fullu framhaldsnámi við erlendan háskóla.

Fyrirspurnum varðandi námsstyrkjasjóð MVÍ er svarað í gegnum netfangið vi@vi.is.

Umsóknarsíðu námsstyrkjasjóðsins má finna hér.

Tengt efni

Úthlutað úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs 

Sex verkefni fengu styrk úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands
23. feb 2024

Viðskiptaráð styrkir afreksnema á erlendri grundu

Styrkþegar í ár eru Gunnar Þorsteinsson, Helga Kristín Ólafsdóttir, Ísak Valsson ...
24. feb 2023

Unnu sveitarfélögin stóra vinninginn í ár?

Viðskiptaráð hefur rétt þeim sveitarfélögum sem hyggjast lækka ...
16. júl 2022