Erlendar ávísanir

Íslensk fyrirtæki hafa undandarið átt í vandræðum með að innleysa erlendar ávísanir í íslensku bönkunum, nánar tiltekið Kaupþingi, Landsbanka og Glitni. Ástæðan er sú að til þess að geta leyst inn erlendar ávísanir þurfa innlendir bankar að vera með traust sambönd við erlenda banka, en þessi sambönd duttu öll niður í byrjun október. Aftur á móti hafa sparisjóðirnir getað innleyst erlendar ávísanir fyrir sína viðskiptavini og þeir hafa einnig tekið við ávísunum frá öðrum til innheimtu, en það getur tekið allt upp í nokkrar vikur að fá slíkt greitt.

Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum horfa þessi mál til betri vegar þar sem bæði Kaupþing og Glitnir hafa nú tekið í notkun sína eigin reikninga hjá JPMorgan. Þessi bankar ættu að geta afgreitt erlendar ávísanir innan fárra daga.

Tengt efni

Nauðsynlegt að tryggja félagafrelsi á vinnumarkaði

Umsögn Viðskiptaráðs um félagafrelsi á vinnumarkaði (mál nr. 24)
8. des 2022

Reiðir pennar

Haukur Viðar Alfreðsson, doktorsnemi í skattahagfræði, segir Viðskiptaráð fara ...
15. sep 2022

Allt í botn og engar bremsur hjá sveitarfélögunum?

Um árabil hefur rekstur sveitarfélaga á Íslandi verið ósjálfbær og í aðdraganda ...
6. maí 2022