Aukin fjölbreytni í atvinnulífinu

Viðskiptaráðs Íslands, FKA-Félag kvenna í atvinnurekstri og Samtök atvinnulífsins telja nauðsynlegt að efla hlut kvenna í stjórnum íslensks atvinnulífs enda verður íslenska þjóðin að nýta mannauð sinn til fulls. Á næstu fjórum árum munu þessir aðilar hvetja til þess og leggja ríka áherslu á að konum í forystusveit íslensks viðskiptalífs verði fjölgað þannig að hlutfall hvors kyns verði ekki undir 40% í lok árs 2013. Með þessu tekur viðskiptalífið sjálft ábyrgð og forystu í þessu brýna hagsmunamáli.

Skrifað verður undir samstarfssamning þessara aðila í dag kl. 17 í Rúgbrauðsgerðinni (á 3. hæð) um leiðir að þessu marki. Fulltrúar stjórnmálaflokka á Alþingi styðja samninginn og munu jafnframt skrifa undir. Á 10 ára-afmælismálþingi FKA sem hefst í dag kl. 16 í Rúgbrauðsgerðinni mun Creditinfo kynna niðurstöður nýrrar og ítarlegrar rannsóknar á hlutdeild kvenna í íslensku atvinnulífi.

Tengt efni

Röng leið að réttu markmiði

Viðskiptaráð bendir á að samkvæmt frumvarpinu virðist sem ætlunin sé að nýta ...
8. okt 2020

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020

Lenging fæðingarorlofs af hinu góða

Lenging fæðingarorlofs er af hinu góð en galli frumvarpsins er að ætlunin ...
7. des 2020