Aukin fjölbreytni í atvinnulífinu

Viðskiptaráðs Íslands, FKA-Félag kvenna í atvinnurekstri og Samtök atvinnulífsins telja nauðsynlegt að efla hlut kvenna í stjórnum íslensks atvinnulífs enda verður íslenska þjóðin að nýta mannauð sinn til fulls. Á næstu fjórum árum munu þessir aðilar hvetja til þess og leggja ríka áherslu á að konum í forystusveit íslensks viðskiptalífs verði fjölgað þannig að hlutfall hvors kyns verði ekki undir 40% í lok árs 2013. Með þessu tekur viðskiptalífið sjálft ábyrgð og forystu í þessu brýna hagsmunamáli.

Skrifað verður undir samstarfssamning þessara aðila í dag kl. 17 í Rúgbrauðsgerðinni (á 3. hæð) um leiðir að þessu marki. Fulltrúar stjórnmálaflokka á Alþingi styðja samninginn og munu jafnframt skrifa undir. Á 10 ára-afmælismálþingi FKA sem hefst í dag kl. 16 í Rúgbrauðsgerðinni mun Creditinfo kynna niðurstöður nýrrar og ítarlegrar rannsóknar á hlutdeild kvenna í íslensku atvinnulífi.

Tengt efni

Bæta þarf úr annmörkum og leggja mat á áhrif

Umsögn Viðskiptaráðs, SA og SI um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum ...
24. mar 2022

Getum við allra vinsamlegast gyrt okkur?

Við hefðum ekki getað rekið íslenskt samfélag og atvinnulíf síðastliðna áratugi ...
26. maí 2022

Alvarlegar athugasemdir við frumvarp til laga um breytingar á fjarskiptalögum

Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands hvetja til þess ...
21. des 2021