Viðtal við Finn Oddsson í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins

Í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins situr Finnur Oddsson, framkvæmdstjóri Viðskiptaráðs, fyrir svörum um útgáfu ráðsins í tengslum við stöðu fjármálakerfisins á Íslandi undanfarin ár. Í viðtalinu ræðir Finnur um markmið útgáfunnar, stöðu fjármálakerfisins og réttmæti þeirrar gagnrýni sem kerfið hefur legið undir. Í viðtalinu má finna svör við ýmsum af þeim spurningum sem komið hafa upp í almennri umræðu varðandi þátttöku Viðskiptaráðs í alþjóðlegri upplýsingamiðlun íslensks viðskiptalífs og hvetur ráðið þá sem áhuga hafa til að lesa viðtalið í heild.

Viðtalið í heild má lesa hér.

Neytendablaðið er gefið út af Neytendasamtökunum fjórum sinnum á ári og má þar finna ýmsan gagnlegan fróðleik fyrir íslenska neytendur. Áskrift að blaðinu fylgir félagsaðild að samtökunum og má þá einnig nálgast eldri blöð á vef samtakanna.

Tengt efni

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

Annarra manna fé

„Það er engu líkara en að Reykjavíkurborg sé að vinna með kómóreyska franka en ...
3. okt 2023

Nágrannalöndin nýta oftar en ekki undanþágur sem Ísland nýtir ekki

Umsögn SA og Viðskiptaráðs um breytingu á lögum um endurskoðendur og endurskoðun ...
29. mar 2023