Viðtal við Finn Oddsson í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins

Í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins situr Finnur Oddsson, framkvæmdstjóri Viðskiptaráðs, fyrir svörum um útgáfu ráðsins í tengslum við stöðu fjármálakerfisins á Íslandi undanfarin ár. Í viðtalinu ræðir Finnur um markmið útgáfunnar, stöðu fjármálakerfisins og réttmæti þeirrar gagnrýni sem kerfið hefur legið undir. Í viðtalinu má finna svör við ýmsum af þeim spurningum sem komið hafa upp í almennri umræðu varðandi þátttöku Viðskiptaráðs í alþjóðlegri upplýsingamiðlun íslensks viðskiptalífs og hvetur ráðið þá sem áhuga hafa til að lesa viðtalið í heild.

Viðtalið í heild má lesa hér.

Neytendablaðið er gefið út af Neytendasamtökunum fjórum sinnum á ári og má þar finna ýmsan gagnlegan fróðleik fyrir íslenska neytendur. Áskrift að blaðinu fylgir félagsaðild að samtökunum og má þá einnig nálgast eldri blöð á vef samtakanna.

Tengt efni

Nágrannalöndin nýta oftar en ekki undanþágur sem Ísland nýtir ekki

Umsögn SA og Viðskiptaráðs um breytingu á lögum um endurskoðendur og endurskoðun ...
29. mar 2023

Ný útgáfa leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja lítur dagsins ljós

Á stafrænum útgáfuviðburði voru helstu breytingar á leiðbeiningum um ...
2. feb 2021

Hlutabætur í algjörri óvissu

Eftir að umræðan komst á flug um hverjir ættu rétt á úrræðinu eða ekki, hefur ...
19. maí 2020