Virk samkeppni hraðar efnahagsbata

Þetta er ein niðurstaða sameiginlegrar skýrslu Norrænu samkeppniseftirlitanna sem kynnt var í gær, en árlegur fundur þeirra stendur nú yfir. Í skýrslunni leggja forstjórar samkeppniseftirlitanna áherslu á nauðsyn alþjóðlegrar samkeppnishæfni Norðurlandanna, sem tiltölulega lítil og opin hagkerfi, til að vernda og viðhalda velferðarkerfinu.

Þá fjallar skýrslan jafnframt um aukin inngrip af hálfu hins opinbera í atvinnulífið, sem oft vilja verða við efnahagsaðstæður sem nú ríkja, og neikvæð áhrif þeirra á samkeppni. Samkeppniseftirlitin ítreka þannig mikilvægi þess að eignarhlutar hins opinbera, sem til eru komnir vegna slíkra inngripa, séu seldir aftur til einkaaðila þegar aðstæður leyfa og að í inngripum sem þessum felist ávallt greið útgönguleið fyrir hið opinbera. Er þetta í samræmi við eina af mörgum áherslum síðasta Viðskiptaþings Viðskiptaráðs þar sem ráðið fjallaði m.a. um nauðsyn þess að stjórnvöld skilgreini á ný hver hagkvæmasta verkaskipting ríkis og einkaaðila verði í komandi framtíð.

Skýrslu Norrænu samkeppniseftirlitanna má nálgast hér.

Skýrslu síðasta Viðskiptaþings má nálgast hér.

Tengt efni

Það er efnahagslífið, kjáninn þinn

Vonandi farnast ríkisstjórn næstu fjögurra ára vel við að treysta undirstöður ...
29. sep 2021

Norræn hátiðarkvöldverður

Eftir frábærar viðtökur á liðnum árum skipuleggja Spánsk-Norrænu viðskiptaráðin ...
22. maí 2009

Upptökur og myndir af Viðskiptaþingi

Viðskiptaráð þakkar þeim fjölmörgu gestum sem sóttu vel heppnað Viðskiptaþing á ...
20. feb 2013