Kynningarfundir - leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja

Viðskiptaráð, í samvinnu við Samtök atvinnulífsins og Nasdaq OMX Ísland, mun standa fyrir kynningarfundum í september á nýjum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Um er að ræða stutta fundi á tímum sem henta stjórnendum og starfsmönnum viðkomandi aðildarfélags ráðsins. Farið verður yfir efnistök nýju leiðbeininganna, spurningum svarað og leitast verður við að gefa félögum ráð varðandi innleiðingu þeirra.

Kynningarfundirnir eru hluti af aukinni áherslu Viðskiptaráðs, SA og Kauphallarinnar á að íslensk fyrirtæki tileinki sér viðmið og leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Það er samhljóma álit þessara samstarfsaðila að almenn innleiðing leiðbeininga um góða stjórnarhættir sé eitt af mörgum mikilvægum skrefum í átt að endurreisn íslensks viðskipta- og efnahagslífs.

Félagar geta óskað eftir kynningarfundi fyrir sitt fyrirtæki með því að hafa samband við Harald I. Birgisson, lögfræðing Viðskiptaráðs, með tölvupósti á haraldur@vi.is eða í síma 510-7109 einnig Hörð Vilberg hjá SA, hordur@sa.is eða í síma 591-0005.

Miðað er við að fundirnir verði haldnir í húsakynnum ráðsins, félögum að kostnaðarlausu.

Nyjar leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja eru aðgengilegar hér.

Tengt efni

Úthlutað úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs 

Sex verkefni fengu styrk úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands
23. feb 2024

Ekki skjóta sendiboðann

Efling segir framlag hins opinbera til nokkurra málaflokka benda til þess að ...
16. ágú 2022

Fjárfest í samvinnu

Mikil tækifæri eru fólgin í aðkomu einkaaðila og lífeyrissjóða að kraftmeiri ...
28. jan 2021